Fræðsluráð - 241

Málsnúmer 1909008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Til afgreiðslu
3. liður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá málaflokk 04. Fræðsluráð - 241 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun á fræðslusviði. Fræðsluráð - 241 Drög að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslusviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur í skólanámskrá skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020. Fræðsluráð - 241 Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár/starfsáætlanir skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020 með 4 atkvæðum með fyrirvara um breytingar sem lagðar voru til á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.
  • Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- menningarsviðs lagði fram skýrslu frá Menntamálastofnun um notkun á starfrænni tækni í evrópskum skólakerfum dags. september 2019. Fræðsluráð - 241 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindisbréf fræðsluráðs tekið til endurskoðunar af ráðinu. Fræðsluráð - 241 Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í erindisbréfinu og koma með inn á næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.