Umhverfisráð - 328

Málsnúmer 1910005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð leggur til að verkefnið verði fjármagnað af 10300 á fjárhagsáætlun 2020.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá umhverfisstofnun dags. 30. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir tilnefningu í umsjónarnefnd friðlands Svarfdæla fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð leggur til að Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd friðlandsins.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla.
  • Til umræðu hækkanir á gjaldskrám umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 328 Ráðið leggur til að gjaldskrár umnhverfis- og tæknisviðs hækki sem nemur 2,5 %.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 328 Drög að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð samþykkir og leggur til framlagðar framkvæmda og fjárfestingatillögur sem fela meðal annars í sér aukið fjármagn til endurnýjunar og viðhalds á gangstéttum og allra leiksvæða í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum. Umhverfisráð - 328 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga um þær lausnir sem í boði eru ásamt kostnaði.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina. Ekkert fleira í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því aðrir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.