Ungmennaráð - 24

Málsnúmer 1910014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

  • Ungmennaráð - 24 Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019.
    Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar hjá Ungmennaráði.
    Ungmennaráð telur ekki þörf á að senda fulltrúa frá ráðinu, þar sem ráðið hefur nú þegar fengið tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 24 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir verkefni sem er í vinnslu sem á að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmið verkefnisins er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls. Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.