Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 47. fundur - 27.04.2016

Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Sviðsstjóri kynnti stöðuskýrslur málaflokka, A- og B- hluta, fyrir janúar, febrúar og mars 2016.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 276. fundur - 29.04.2016

Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 19. fundur - 04.05.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnir mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir þær deildir sem tilheyra atvinnumála- og kynningarráði.Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 199. fundur - 10.05.2016

Lagður var fram tölvupóstur dags. 20/4 2016 frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar þar sem lagt er til að farið verði á hverjum fundi fagráða yfir bókfærða stöðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 79. fundur - 07.06.2016

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu miðað við fjárhagsáætlun ársins. Rekstur er í góðum málum í heild og ekkert sem þarf að gera sérstaklega grein fyrir eins og staðan er í dag.

Byggðaráð - 779. fundur - 07.06.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:

a) Yfirlit yfir þróun útsvarstekna Dalvíkurbyggðar 2016.Greitt útsvar til Dalvíkurbyggðar janúar - maí 2016 er 3,52% hærra en fyrir sama tímabil árið 2015, á verðlagi hvors árs fyrir sig. Til samanburðar þá hefur launavísitala hækkað um 13,35% frá apríl 2015 til apríl 2016.

Til samanburðar þá eru launagreiðslur Dalvíkurbyggðar ásamt launatengdum gjöldum og fundaþóknunum 9,61% hærri fyrir tímabilið janúar - apríl 2016 í samanburði við sama tímabil árið 2015, eða um 28 m.kr. hærri. Þar af eru um 14,7 m.kr. vegna uppeldis- og fræðslumála. Hluti af þessum 28 m.kr. eru leiðréttingar inn á árið 2015 vegna nýrra kjarasamninga það sem af er árs, s.s. BHM, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.

b) Yfirlit yfir þróun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árin 2013-2016.Heildarframlög úr Jöfnunarsjóði til Dalvíkurbyggðar árið 2015 voru kr. 391.700.617 en árið 2014 kr. 382.982.741. Breytingin er kr. 8.717.876 eða 2,287%. Útgjaldaframlagið lækkaði um kr. 9.478.061 á milli áranna 2014 og 2015 eða um 5,1%.Fyrirspurn varðandi ofangreint hefur verið sent til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.c) Mánaðarlegar stöðuskýrslur.Byggðaráð fékk senda mánaðarlega stöðuskýrslu í rafrænni áskrift þann 2. júní s.l.Til umræðu ofangreint.Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 105. fundur - 15.06.2016

Lagt fram til kynningar.
Landbúnaðarráð fagnar framlögðum upplýsingum.

Byggðaráð - 786. fundur - 18.08.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðulista bókhalds fyrir janúar- júlí 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 107. fundur - 20.09.2016

Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðuskýrslu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2016 vegna janúar - ágúst.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 805. fundur - 08.12.2016

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðuskýrslu reksturs fyrir janúar - nóvember 2016, bókfærð staða í samanburði við fjárhagsáætlun 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 211. fundur - 14.12.2016

Drífa, Þuríður og Freyr komu til fundar klukkan 8:30.
Hlynur fór yfir stöðumat fjárhags frá janúar-nóvember 2016 fyrir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakot. Tölulegar upplýsingar fylgdu fundarboði.
Lagt fram til kynningar.
Gísli, Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 8:45.

Byggðaráð - 808. fundur - 19.01.2017

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðulista bókhalds fyrir janúar - desember 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, miðað við 17.01.2017.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 288. fundur - 10.03.2017

Til kynningar mánaðarlega stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 207. fundur - 14.03.2017

Farið var yfir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2016. Einnig var farið yfir frávikagreiningu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2016.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 815. fundur - 16.03.2017

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir janúar - febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 110. fundur - 19.04.2017

Lagðar fram til kynningar mánaðarlegar stöðuskýrslur.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 25. fundur - 03.05.2017

Mánaðarleg stöðuskýrsla fyrir atvinnumála- og kynningaráð.
Til kynningar.

Fræðsluráð - 216. fundur - 10.05.2017

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti stöðu fjármála Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla við lok fyrsta ársfjórðungs 2017.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Landbúnaðarráð - 111. fundur - 08.06.2017

Freyr Antonsson OG Guðrún Anna Óskarsdóttir boðuðu forföll og varamenn þeirra einnig. Gunnsteinn Þorgilson boðaði forföll og í hans stað mætti Ottó B Jakobsson.
Til umræðu mánaðarleg stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 824. fundur - 08.06.2017

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlegar stöðuskýrslur janúar - apríl, bókfært í samanburði við fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds fyrir alla málaflokka og deildir janúar - júní 2017 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 292. fundur - 01.08.2017

Til kynningar stöðumat 1. jan- 1.júní 2017
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Lögð fram til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

Byggðaráð - 844. fundur - 09.11.2017

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september.
Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september.
Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýringar stjórnenda eftir því sem við á.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 846. fundur - 23.11.2017

Á fundinum var farið yfir upplýsingar frá leikskólastjóra Krílakots og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um þróun barnígilda, heilsdagsígilda og starfsmannafjölda á árunum 2015-2018 vs. þróun tekna og kostnaðar.
Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6. fundur - 28.11.2017

Fundinn sat fyrir Fjallabyggð Steinunn María Sveinsdóttir, aðalmaður.
Lögð fram fjárhagsstaða TÁT frá janúar til 22. nóvember 2017.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

Menningarráð - 65. fundur - 07.12.2017

Stöðuyfirlit á málaflokk 05 frá 1. janúar til 4. desember 2017.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 855. fundur - 08.02.2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samburði við gildandi fjárhagsáætlun 2017, janúar - desember.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Til kynningar stöðuskýrsla U&T jan-apríl 2018.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 117. fundur - 11.05.2018

Stöðuyfirlit á málaflokk 13210 frá 1. janúar til 1.mars 2018.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 218. fundur - 15.05.2018

Tekin fyrir frávikagreining félagsmálasviðs fyrstu 3 mánuði ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 868. fundur - 24.05.2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2018 fyrir tímabilið janúar-apríl.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 35. fundur - 04.07.2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlega stöðuskýrslu fyrir atvinnumála- og kynningarráð, deildir 13010, 13800 og 21500 vegna janúar - maí 2018.
Til kynningar.

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Lagt fram til kynningar stöðuskýrslur umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 119. fundur - 11.07.2018

Sigvaldi Gunnlaugsson vék af fundi kl. 10:02.

Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla fjármála landbúnaðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 220. fundur - 28.08.2018

Félagsmálstjóri fór yfir 6 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 69. fundur - 19.09.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti fjármálastöðu málaflokks 05 eins og hún var 31.ágúst 2018.
Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16. fundur - 11.10.2019

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir mánaðarlega fjárhagsstöðu Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Lagt fram til kynningar