Íþrótta- og æskulýðsráð

79. fundur 07. júní 2016 kl. 08:15 - 09:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um launalaust leyfi vegna náms

Málsnúmer 201605095Vakta málsnúmer

Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2016 til 1. september 2017 vegna náms við háskólabrú Keilis á Akureyri. Sótt er um með fyrirvara um að af námi verði, en enn á eftir að ná lágmarksfjölda svo af náminu verði, það mun skýrast um miðjan júní.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða.

2.Umsókn um afnot af Íþróttamiðstöð 21.-23. apríl 2017

Málsnúmer 201605073Vakta málsnúmer

Á vordögum 2017 hyggst Karlakór Dalvíkur standa fyrir svokölluðu Heklumóti hér á Dalvík. Um er að ræða kóramót norðlenskra karlakóra, og má reikna með ca. 10-12 karlakórum, með allt að 350 söngmenn, auk maka og annarra gesta.

Óskað er eftir því að fá afnot af Íþróttahúsinu á Dalvík dagana 21.-23. apríl 2017 í þessu skyni. Nánar tiltekið er þetta föstudagur til sunnudags, næstu helgi eftir páska. Mótið sjálft er ætlunin að fari fram á laugardeginum 22. apríl, og mun standa að mestu leyti frá morgni til kvölds. Daginn áður þarf að undirbúa aðstæður, m.a. með því að setja upp svið og söngpalla, svo og stóla fyrir gesti og áheyrendur.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa nánari útfærslu á leigu við Karlakór Dalvíkur.

3.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu miðað við fjárhagsáætlun ársins. Rekstur er í góðum málum í heild og ekkert sem þarf að gera sérstaklega grein fyrir eins og staðan er í dag.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi