Byggðaráð

842. fundur 26. október 2017 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Málefni Árskóga lóð 1

201709105

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn.

Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:
Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint."

Til umræðu ofangreint.

Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra.

2.Samþykkt / skipulagskrá fyrir Dalbæ

201708042

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.

Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
"3.
Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefin.
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu.

3.Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

201612123

Á 22. fundi stjórnar Dalbæjar þann 16. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

"5.
Samningar við fjármálaráðuneyti um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga.
Á fundi stjórnar Dalbæjar þann 10. janúar s.l. var farið yfir upplýsingar um svör fjármálaráðuneytis varðandi lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar gagnvart LSR og LH. Formanni stjórnar og forstöðumanni var falið að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingarnar.
Með samkomulagi milli fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem dagsett er 28. október 2016 er samið um að ríkið yfirtaki 97% af lífeyrisskuldbindingum frá og með 1. janúar 2016.
Með rafpósti þann 12. janúar 2017 sendi sveitarstjóri fjármálaráðuneytinu samþykktir Dalbæjar og yfirlýsingu þess efnis að Dalbær væri sjálfseignastofnun, en jafnframt var óskað eftir að Dalbær yrði með í þeirri samningalotu, sem fram undan væri varðandi lífeyrisskuldbindingar óháð því hvort heimilið væri skilgreint sem sjálfseignastofnun eða sveitarfélagstofnun. Í svari fjármálaráðuneytis frá 17. febrúar s.l. kemur fram að ekki verði unnt að vinna að samningum við Dalbæ fyrr en að afloknum samningum við hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum, en jafnframt staðfest að gildistími yfirtöku verði miðaður við áramót 2015 ? 16.
Í rafbréfi fjármálaráðuneytis dags. 16. mars 2017 er upplýst að ágreiningur sé milli fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneytisins um túlkun samkomulags frá október 2016 og því ekki komið að samningagerð við Dalbæ. "


Á 4. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"4.
Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Kynnt var bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 21.08.2018 þar sem greint er frá því að í lok júní hafi náðst samkomulag um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga. Ríkið tekur yfir 97% af nettááföllnum lífeyrirskuldbindingum hjá B-deildum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Brúar lífeyrissjóðs eins og þær eru samkvæmt sérstöku tryggingafræðilegu uppgjöri 31. maí 2017. Miðað er við stöðu lífeyrisskuldbindinga í árslok 2015. Tilkynna þarf fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. sept. n.k. að gengið verði frá fullnaðaruppgjöri á grundvelli samkomulagsins.
Stjórn Dalbæjar er sammála því að Dalvíkurbyggð hafi forgöngu í samningagerð vegna lífeyrisskuldbindinga."Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Dalbæjar að óska eftir upplýsingum um stöðu Dalbæjar hjá Brú lífeyrissjóði.

4.Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum

201703138

Á 817. fundi byggðaráðs þann 6. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum."

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:26
Lagt fram til kynningar.

5.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um viðauka v. launa 2017

201710080

Frestað.

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð; janúnar - september

201604102

Frestað.

7."Gamli skóli" - kostnaðarmat á endurbótum.

201504045

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs