Umhverfisráð

281. fundur 16. september 2016 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og varamenn höfðu ekki tök á að mæta til fundar.

Karl Ingi Atlason vék af fundi kl. 10:45

1.Opið svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar ( gæsluvöllur ).

Málsnúmer 201604142Vakta málsnúmer

Valur Þór umhverfisstjóri kynnti samantekt á tillögum vegna opins svæðis milli Goðabrautar og Svarfaðarbrautar.
Umhverfisráði líst vel á framlagðar tillögur Vals þar sem gert er ráð fyrir að svæðinu verði breytt í opinn almenningsgarð með matjurtargörðum til leigu fyrir íbúa. Ráðið leggur áherslu á að breytingar á svæðinu verði framkvæmdar í samráði við nærliggjandi lóðarhafa.

Umhverfisráð óskar eftir kostnaðaráætlun frá umhverfisstjóra fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

2.Minningarreitur um Árna Steinar Jóhannsson

Málsnúmer 201605071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 6. maí 2016, móttekið 10. maí 2016, þar sem fram kemur að tilgangur þessa bréfs er að kanna hug byggðaráðs til samstarfs og hugsanlegs styrks til að minnast Árna Steinars Jóhannssonar, landslagsarkitekts, sem lést 1. nóvember 215.



SAMGUS vill heiðra minningu frumkvöðulsins Árna Steinars í heimabæ hans. Hugmyndin er að gerður verði áningarstaður með bekk og gróðri umhverfis og þar verði einnig söguskilti um Árna Steinar. Hugmyndin hefur ekki verið útfærð eða staðsett en rætt hefur verið um umhverfi lækjarins við Karlsrauðatorg, við æskuheimili hans á Dalvík.

Á 777. fundir byggðarráðs var erindinu vísað til frekari skoðunar hjá umhverfisráði sem og til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Umhverfisráð fagnar verkefninu og leggur til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu. Sá kostnaður sem til fellur er gert ráð fyrir að mætt verði með fjármagni af 11410.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Valur Þór vék af fundi kl. 08:45

3.Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609081Vakta málsnúmer

Til kynningar breytingar á gjaldskrám umhverfis- og tæknisviðs 2017.
Ráðið hefur kynnt sér fyrirhugaðar breytingar og gerir ekki athugasemdir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis og tæknisviðs 2017

Málsnúmer 201609080Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs og fjárhagsáætlun 2017.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að kostnaðargreina framlagðar hugmyndir að framkvæmdum næsta árs svo ráðið geti forgangsraðað verkefnum á næsta fundi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

5.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla.
Lagt fram til kynningar

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi á lóð 21741, Stekkjarholti

Málsnúmer 201608075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afgreiðsla byggingarfulltrúa á framkvæmdarleyfi á lóð 217941 að Stekkjaholti.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Haukur Arnar vék af fundi kl. 10:10 vegna vanhæfis.

7.Ársreikningur og skýrsla stjórnar 2015

Málsnúmer 201609005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning og vill nota tækifærið og lýsa þakklæti yfir hversu öflug Björgunarsveitin í Dalvíkurbyggð er.

Samþykkt með þremur atkvæðum.
Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 10:15.

8.Umsókn um lóð til leigu við Karlsbraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201606002Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 1. júní 2016 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir að taka á leigu lóðina Karlsbraut 3, Dalvík.

Sviðsstjóra var í framhaldinu falið að óska eftir nánari útskýringum á fyrirhugaðri notkun lóðarinnar.

Til umræðu skýringar umsækjenda.
Ráðið þakkar fyrir framlagðar úskýringar og felur sviðsstjóra að ganga frá leigusamningi við umsækjendur. Ráðið leggur áherslu á að þar sem um byggingarlóð er að ræða þá sé samningurinn uppsegjanlegur með 1. mánaðar fyrirvara að beggja hálfu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

9.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201602073Vakta málsnúmer

Lög fram til kynningar 185. fundargerð HNE frá 17. ágúst 2017.
Lagt fram til kynningar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

10.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið

Málsnúmer 201607079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 27. júlí 2016, þar sem fram kemur að haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Skiptar skoðanir hafa verið á því hversu ítarleg eigandastefna fyrir þjóðlendur eigi að vera og hversu langt sé hægt að ganga í mörkun stefnu og þá sérstaklega með tilliti til gildandi lagaákvæða um þjóðlendur og annarra stefnumótandi áætlana á landsvísu sem eiga sér stoð í lögum. Þess er óskað að ábendingar og athugasemdir verði sendar fyrir 1. september 2016.

Á 798. fundi byggðaráðs var ofangreindu erindi vísað til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

11.Umsókn um lagfæringu á heimreið að Svæði

Málsnúmer 201609003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í Svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið samþykkir að vegur að heimreið við Svæði verði lagfærður og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir aukafund ráðsins í næstu viku.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

12.Trausti Þorsteinsson; vegna fjárhagsáætlunargerðar 2017. Vegur að Framnesi

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2017; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
Afgreiðsli ráðsins frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn í Mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

14.Ósk um lagninu göngustígs úr Kotunum að vegi yfir Brimnesá

Málsnúmer 201608104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

15.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað. Á 791. fundi byggðarráðs var þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag svæðisins vísað til umhverfisráðs.
Ráðið leggur til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

16.Skýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum

Málsnúmer 201608109Vakta málsnúmer

Til kynningar Skýrsla starfshóps sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum
Umræðu frestað til næsta fundar.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs