Byggðaráð

827. fundur 20. júlí 2017 kl. 08:15 - 12:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans Valdemar Þór Viðarsson mætti í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir mætti í hans stað.
Þar sem bæði formaður og varaformaður eru fjarverandi þá var kosið úr hópi kjörinna fulltrúa hver á að stýra fundinum. Niðurstaðan var að Heiða Hilmarsdóttir stýrði fundinum.

1.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóra Krílakots; Krílakot - beiðni um fjárveitingu vegna fjölgunar starfsmanna 2017

201707025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi dagsett þann 18. júlí 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga stöðugildum á Krílakoti frá 1. september til 31. desember 2017. Fram kemur að fyrir liggi að mikið álag hefur verið á starfsfólki Krílakots í vetur. Kemur það til af of fáum stöðugildum, miklum veikindum starfsmanna og barna þeirra sem og að samruni tveggja stofnana í eina krefst vinnu og orku. Þetta sé niðurstaðan þrátt fyrir að í mars var samþykkt að auka um tvö tímabundin 100% stöðugildi vegna veikinda, nýja 90% stöðu þroskaþjálfa og að stöðuhlutfall fyrir nýjan deildarstjóra verði aukið úr 90% í 100%. Ein aðal ástæða þess að um undirmönnun er að ræða er fjölgun barngilda úr 117 árið 2016 í 135 árið 2017 og í grunninn er lengri dvalartími barna á deildum ástæða þess að barngildin hækka svo mikið. Veikindi á skólaárinu sem er að líða eru 2,5 stöðugildi vegna veikinda starfsmanna og barna þeirra. Óskað er eftir 3,65 nýjum stöðugildum í 4 mánuði og áætlaður kostnaður vegna þessa er 5,8 m.kr.

Til umræðu ofangreint.

Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 08:45
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, deild 04140 að upphæð kr. 5.800.000 og aukin stöðugildi fram til 31.12.2017. Mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Námsgögn

201707024

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 17. júlí 2017, þar sem fram kemur að eins fram hefur komið í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum upp á síðkastið þá hafa nokkur sveitarfélög tekið þá ákvörðun að bjóða upp á ritföng, stílabækur og þess háttar nemendum að kostnaðarlausu. Sú viðmiðunartala sem sveitarfélög hafa verið að nota er 4500 kr. pr. nemenda sem gæti verið ca. 1.080.000 kr. fyrir hvert skólaár ef reiknað er með 240 nemendum í Dalvíkurbyggð.

Undirritaður óskar eftir því að þetta verði tekið fyrir í Byggðarráði til afgreiðslu þrátt fyrir að engin umræða hafi farið fram í fræðsluráði um þetta mál og að fyrirvari sé mjög stuttur þar sem stutt er í að næsta skólaár hefjist.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Trúnaðarmál

201705148

Bókað í trúnaðarmálabók.

Hlynur vék af fundi kl. 09:21

4.Lántaka skv. fjárhagsáætlun 2017

201707014

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir langtímalántöku að upphæð kr. 237.000.000, annars vegar kr. 47.000.000 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hafnaframkvæmdum skv. samgönguáætlun og hins vegar kr. 190.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs, aðallega vegna Sundlaugar Dalvíkur. Þar að auki er gert ráð fyrir skammtímafjármögnun að upphæð kr. 188.600.000 til brúa bilið vegna hlutdeildar ríkisins í hafnaframkvæmdum ársins 2017.

Á fundinum var kynnt hvaða lánakjör standa sveitarfélaginu til boða frá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 11.07.2017.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga og að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Byggðaráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 237.000.000,- kr. til 14 ára verðtryggt með 2,97% föstum vöxtum. Samþykki byggðaráðs er gert með þeim formerkjum að sveitarfélagið hafi heimild til að taka lánið í hlutum innan ársins, þannig að ef þannig árar í rekstri sveitarfélagsins að það þurfi ekki að taka allt það lán sem áætlað er að taka skv. gildandi fjárhagsáætlun 2017. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur og vegna framkvæmda við Dalvíkurhöfn skv. samgönguáætlun, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, kt.: 200864-4419 er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.


5.Frá forsætisráðuneytinu; Samningar um nýtingu lands og landsréttinda

201707005

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að forsætisráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið kanni hvort það sé aðili að samningum um nýting vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna. Ef svo er þá óskar ráðuneytið eftir að vera upplýst, fyrir 1. september n.k., um þá samninga með það að markmiði að ráðuneytið taki yfir réttindi og skyldur sveitarfélagsins með yfirlýsingu um kröfuhafaskipti sem tæki gildi frá og með 1. janúar 2018.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og sviðstjóra veitu- og hafnasviðs.

6.Frá Ríkiskaupum; Aðild að Ríkiskaupum og aðildargjald

201707015

Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, móttekið 10. júlí 2017, þar sem kynnt er nýtt fyrirkomulag á innkaupum í rammasamingum ríkisins. Til að tryggja áframhaldandi aðild að rammasamningakerfinu verða opinberar aðilar að fylla út meðfylgjandi aðildarumsókn og senda undirritaða til Ríkiskaupa fyrir 5. ágúst n.k. Notendur munu nú greiða árlegt aðildargjald beint til Ríkiskaupa. Aðildargjald fyrir Dalvíkurbyggð yrði kr. 1.000.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og felur sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi um frestun á afgreiðslu sem og með fyrirspurnum í samræmi við umræður á fundinum.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Vinátta í verki - Grænland

201707018

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 27. júní 2017, þar sem komið er á framfæri meðfylgjandi styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki, vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi 18. júní s.l.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 100.000, vísað á deild 21510.

8.Frá Svavari Erni Hreiðarssyni; Styrkumsókn á HM

201707020

Tekið fyrir erindi frá Svavari Erni Hreiðarssyni, eyðublað frá Landssambandi Hestamannafélaga, þar sem óskað er eftir styrki vegna landsliðs Íslands í hestaíþróttum HM í Oirschot Hollandi 2017. Svavar Örn er íbúi í Dalvíkurbyggð og í landsliði Íslands á HM í hestaíþróttum 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 250.000 með logo á æfingatreyju, vísað á deild 06800 Afreksmannasjóður.

9.Samningur um innheimtu, endurnýjun

201706141

Til umræðu endurnýjun á samningi við Motus um innheimtuþjónustu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við Motus miðað við umræður á fundinum.

10.Trúnaðarmál

201507012

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð; janúar - júní 2017

201604102

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds fyrir alla málaflokka og deildir janúar - júní 2017 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021, framhald.

201705174

Áframhaldandi umræður um eftirfarandi:
Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir:
a) Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b) Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma.
d) Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu.
Lagt fram til kynningar.

13.Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: upplýsingar um stöðu mála

201504045

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu mála hvað varðar sölu og leigu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

14.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fiskeldi og Samtök sjávarútvegsfyrirtækja

201707028

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 18. júlí 2017, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum fyrir 15. ágúst n.k.. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

Dalvíkurbyggð er með aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:14.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs