Félagsmálaráð

220. fundur 28. ágúst 2018 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 201709076Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasvið Dalvíkurbyggðar eins og þær eru fyrir árið 2018. Samkvæmt fyrri ákvörðunum hefur verið samþykkt að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu hækkunum.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808067Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201808067
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808073Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201808073
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808074Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 20180874
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Félagsmálstjóri fór yfir 6 mánaða stöðumat á fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201710074Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Hagstofunni þann 20.júní sl. varðandi launarannsókn Hagstofunnar um jafnlaunavottun. Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar dags. 30.maí 2017 var lögð áhersla á að þar sem verið væri að lögfesta skyldu fyrirtækja og stofnana til að nota jafnlaunastaðalinn er búið að tryggja sérstakan lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar, notendum að kostnaðarlausu.
Fjármála og stjórnsýslustjóri, launafulltrúi og félagsmálastjóri hafa nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun.
Lagt fram til kynningar.

7.Forvarnarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 201404122Vakta málsnúmer

Farið var yfir forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að boða til fundar félögin sem tilgreind eru í forvarnarstefnunni.

8.Tímarammi fyrir fjárhagsáætlunargerð

Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram og kynntu tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019. Í lok ágúst mun Byggðarráð leggja fram drög að fjárhagsrömmum fyrir hvert svið. Stjórnendur skila fjárhagsáætlun og starfsáætlun til fjármála- og stjórnsýslustjóra um miðjan september 2018. Fyrri umræða verður í sveitarstjórn í lok október og síðar umræða fer fram um miðjan nóvember 2018.
Einnig var farið yfir samantekt um fjárhagsáætlunarferlið sem samþykkt var í sveitarstjórn 21.03.2017. Þar er farið yfir markmiðum með rammafjárhagsáætlun sem unnið er eftir, lýsing er á vinnuferli fjárhagsáætlunagerðar, hlutverkum ráðanna, starfsmanna og sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfsáætlun 2018

Málsnúmer 201710059Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram starfsáætlun fyrir árið 2018 með ósk um ábendingar félagsmálaráðs fyrir starfsáætlunargerð ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi