Byggðaráð

808. fundur 19. janúar 2017 kl. 13:00 - 15:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og Heiða Hilmarsdóttir, varamaður hans, mætti í Kristjáns stað.

1.Kauptilboð í Hólaveg 1

Málsnúmer 201701041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir samþykkt kauptilboð, með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar, í húseignina við Hólaveg 1 á Dalvík, dagsett þann 13. janúar 2017. Kaupverðið er kr. 18.500.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á húseigninni við Hólaveg 1.

2.Sundskáli Svarfdæla; áhugi á kaupum

Málsnúmer 201701050Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.

3.Frá 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017; Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað: „Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“ Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum. Til umræðu ofangreint.

Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins. Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Samkvæmt innsendum gögnum, dagsett þann 15. desember 2016, þá er áætlun Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. hvað varðar kostnað sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð kosti alls um kr. 3.056.000 vegna þjónustugáms og niðursetningar á honum ásamt lögnum.



Til umræðu ofangreint.
Ofangreindu erindi hvað varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins er hafnað í byggðaráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson greiðir atkvæði með, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá.



Guðmundur St. Jónsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Ég fagna frumkvæði heimamanna en tel því miður að sveitafélagið geti ekki komið að þessu verkefni með þeim hætti sem óskað er. Þetta verkefni fellur undir samkeppnismarkað þar sem ekki er um frumkvöðlastarfsemi að ræða. Ef sveitarfélagið vill taka upp annars konar styrki við íbúa eða fyrirtæki, eins og hér er beðið um, þurfa að gilda um það reglur líkt og er um frumkvöðlastyrki sveitarfélagsins, svo forsendur slíkra styrkja séu skýrar og jafnræðis sé gætt.“



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Ég tel að sveitarstjórn eigi að ýta undir frumkvæði heimamanna á stað eins og Hauganesi þar sem byggð hefur lengi verið brothætt og fólki fækkað. Slíkt verkefni mun styrkja stoðir atvinnulífs á staðnum sem og styrkja búsetu í sveitarfélaginu öllu."

4.Frá 85. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs frá 5. janúar 2017; Styrkumsókn vegna ársþings UMSE

Málsnúmer 201612119Vakta málsnúmer

Á 85. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert."



Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þá er húsaleigan kr. 15.500.



Til umræða ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita UMSE styrk á móti húsaleigu kr. 15.000, tekjur bókaðar á deild 06530 og styrkur á móti á sömu deild.

5.Frá Akureyrarkaupstað; Bréf frá bæjarstjórn Akureyrar til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um samstarf sveitarfélaga.

Málsnúmer 201701055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, dagsett þann 13. janúar 2017, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar þann 6. desember 2016 var samþykkt bókun þess efnis að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna.



Með bréfi þessu er hugur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar til samstarfs um gerð slíkrar könnunar kannaður. Óskað er eftir svari við bréfi þessu fyrir 3. febrúar n.k.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindri fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga, Guðmundur St. Jónsson situr hjá.

6.Frá Ríkiskaupum; Breytt fyrirkomulag vegna innheimtu á umsýsluþóknun í rammasamningum ríkisins- Dreifibréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 201701057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir dreifibréf frá Ríkiskaupum sem barst í rafpósti þann 16. janúar 2017 sem er tilkynning til opinberra aðila um fyrirkomulag opinberra innkaupa vegna aðildar að rammasamningum Ríkiskaupa. Allir opinberir aðilar sem nýtt hafa rammasamninga ríkisins eru áfram sjálfkrafa aðilar að þeim samningum. Í ársbyrjun senda Ríkiskaup tilkynningu um fyrirhuguð rammasamningsútboð á komandi ári. Þær stofnanir sem óska sérstaklega eftir að vera ekki aðilar að nýjum samningum vinsamlaga látið Ríkiskaup vita eigi síðar en 15. febrúar 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð haldi áfram aðild að rammasamningum Ríkiskaupa.

7.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð; Janúar - desember 2016.

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðulista bókhalds fyrir janúar - desember 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, miðað við 17.01.2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs