Umhverfisráð

276. fundur 29. apríl 2016 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,hafnarsvæði Dalvík

Málsnúmer 201602026Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu.

Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ráðið bendir á að í umhverfisskýrslu bls. 3 þarf að lagfæra í kaflanum menningarminjar að setninginn um flutning á verbúð verði felld út. Einnig óskar ráðið eftir því að opið svæði milli Hafnarbrautar 21 og 25 verði einnig inni á Aðalskipulagsuppdrætti.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða ásamt umhverfisskýrslu.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins og hagsmunaaðilum drögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ráðið óskar eftir að á bls. 9 kafla 3.6.2 skipulagslýsing verði felld út heimild til að flytja verbúð.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.



Helga Íris óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:



1. Skipulagsuppdráttur er í mkv. 1:10.000. Æskilegt væri að helstu framkvæmdarsvæði væru sýnd á nákvæmari uppdráttum svo allir skilmálar skili sér með skýrum hætti.



2. Mörkun skipulagssvæðisins tel ég að nái of langt til suðurs. Skipuleggja ætti byggð við Sandskeið með þeirri byggð sem þar er.



3. Ekki eru færð nægilega sterk rök fyrir landfyllingu norðan við ferjubryggju ( 1.3). Æskilegt væri að strandlínan fengi að halda sér, en að gert yrði ráð fyrir aðgengi almennings.



4. Gaman hefði verið að sjá hverfisvernd setta á verbúðirnar tvær sem eru eitt af helstu kennileitum Dalvíkur, bæði frá sjó og landi.

3.Nýtt rekstrarleyfi - Við Höfnina

Málsnúmer 201604075Vakta málsnúmer

Til kynnningar umsögn byggingarfulltrúa vegna breytinga á rekstarleyfi að Hafnarbrautar 5, Dalvík.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

4.Nýtt rekstraleyfi - Bakki

Málsnúmer 201604062Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rekstraleyfis að Bakka, Svarfaðardal.
Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið kl. 09:04 og kom aftur inn á fundinn 09:06.

5.Varðar strætóstoppistöð

Málsnúmer 201603078Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15. mars 2016 vill Ole Lindquist koma tillögum að staðsetningu útskota fyrir strætóbiðstöðvar með pláss fyrir biðskýli miðsvæðis á Dalvík.
Umhverfisráð þakkar Ole innsent erindi og vísar því til skoðunar nefndar um umferðaröryggisáætlun og óskar eftir að nefndinn finni viðunandi staðsetningu fyrir stoppistöð.

6.Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Grundargötu 7, Dalvík

Málsnúmer 201604140Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 22. apríl 2016 óskar Dóra Rögnvaldsdóttir eftir því hvort mögulegt sé að fá leyfi til viðbyggingar að Grundargötu 7, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi drögum.
Umhverfisráði líst vel á framlögð drög og felur sviðsstjóra að upplýsa bréfritara um næstu skref málsins.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Opið svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar ( gæsluvöllur ).

Málsnúmer 201604142Vakta málsnúmer

Til umræðu framtíðarnot á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar á Dalvík.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir tillögum að framtíðarnýtingu svæðisins sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

8.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.



Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."
Lagt fram til kynningar.

9.Stöðumat jan-mars 2016

Málsnúmer 201604141Vakta málsnúmer

Stöðumat sviðsstjóra fyrir jan-mars lagt fram til kynningar á fundinum.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs