Byggðaráð

793. fundur 29. september 2016 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; safnamál almennt.

Málsnúmer 201604128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.Til umræðu safnamál sveitarfélagsins almennt.Lagt fram til kynningar.

2.Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44.Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar.

"Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar:

a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla.

b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr.

c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskólaa) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."Til umfjöllunar ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs.

b) Áður afgreitt.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar.

3.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00. Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík. Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti. Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40."Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn er varðar hönnun og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.Til umræðu ofangreint.

Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að ofangreindu verkefni og leggja fyrir byggðaráð fullmótaða tillögu stýrihópsins um hvaða leiðir verði farnar.

4.Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka; Ósk um endurnýjun á samningi við Náttúrusetur á Húsabakka

Málsnúmer 201609088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, bréf dagsett þann 19. september 2016, þar sem Hjörleifur Hjartarson óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja samning frá 20. maí 2014 við Náttúrusetur á Húsabakka, kt. 661109-0330, um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla.Til umræðu ofangreint.Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með Umhverfisstofnun þann 21. september s.l. um Friðland Svarfdæla og tengd mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Frá Elvari Reykjalín Jóhannessyni; Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá fjallskildeild Árskógsdeildar; Ósk um áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingarsjóðinn

Málsnúmer 201609128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá fjallskildadeild Árskógsdeildar, bréf dagsett þann 25. september 2016, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárveitingu í fjallgirðingasjóðinn. Óskað er eftir kr. 2.500.000 í endurnýjun á fjallgirðingu á Árskógsströnd, samanber erindi til landbúnaðarráðs dagsett þann 6. mars 2016 frá forsvarsmönnum landeiganda.Upplýst var á fundinum að ofangreindar kr. 2.500.000 eru þegar inni í fjárhagsramma 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um kaup á Acute búnaði

Málsnúmer 201609079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 14. september 2016, þar sem óskað er eftir fjármagni að upphæð kr. 404.176 til að kaupa acute búnað. Í acute búnaði yrði súrefnisbúnaður ásamt hjartastuðtæki, einfaldur sáraumbúnaður og hálskragar.Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila ofangreind tækjakaup og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna leiðir til fjármögnunar í samræmi við umræður á fundinum.

8.Frá 283. fundi sveitarstjórnar þann 20. september s.l.; erindisbréf vinnuhóps um húsnæðismál - viðbætur.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar þann 20. september s.l. var samþykkt sú tillaga atvinnumála- og kynningarráðs að núverandi vinnuhópur um húsnæðismál útvíkki hlutverk sitt og taki málefni almenna húsnæðismarkaðarins fyrir líka.Á sama fundi sveitarstjórnar var jafnframt samþykkt sú tillaga að vísa til byggðaráðs að gert verði nýtt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðu erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingar á erindisbréfi vinnuhópsins.

9.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðuskýrslu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2016 vegna janúar - ágúst.
Lagt fram til kynningar.

10.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu 1. drög að áætlunarálagningu fasteignagjalda vegna ársins 2017.Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201605116Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201609114Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Alþingiskosningar 2016 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 201609069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. september 2016, þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að taka óskir Sýslamanna um samstarf hvað varðar utankjörfundaratkvæðagreiðslu til efnislegrar umfjöllunar. Á fundi stjórnar Sambandsins þann 2. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Stjórn sambandsins lýsir ánægju sinni með hve vel tókst til með tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga fyrr í sumar hjá þeim 15 sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu. Ljóst er að með þessu móti var þjónusta við íbúa viðkomandi sveitarfélaga stóraukin og til hagsbóta fyrir þá að geta kosið utankjörfundar nær heimilum sínum en ella. Stjórnin tekur undir tilmæli ráðuneytisins um áframhald verkefnisins og hvetur sveitarfélög til þess að taka þátt í tilraunaverkefninu við alþingiskosningar síðar á þessu ári eftir því sem tök eru á og hver og ein sveitarstjórn ákveður."Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá innanríkisráðuneytinu; Framlög vegna stuðnings við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda

Málsnúmer 201609084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 15. september 2016, þar sem fram kemur að þann 13. apríl sl. undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga nýtt samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Samkomulagið gildir frá 2016 til 2018. Á grundvelli samkomulagsins veitir ríkissjóður árlega framlag að fjárhæð 520 m.kr. í Jöfnunarsjóð sem annast úthlutanir til sveitarfélaga á grundvelli sérstakra reglna sem innanríkisráðherra hefur sett.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.