Sveitarstjórn

311. fundur 19. mars 2019 kl. 16:15 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 897, frá 25.02.2019

Málsnúmer 1902017FVakta málsnúmer

  • 1.1 201902143 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 897
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni er til afgreiðslu, er hún því lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898, frá 28.02.2019

Málsnúmer 1902018FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður a)
2. liður b) sérliður á dagskrá.
7. liður.
2.10. liður sér liður á dagskrá.

Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 8:15.

    a) Vörugeymsla Dalvíkurbyggðar við Böggvisstaði (Böggvisstaðaskáli) var auglýstur til sölu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Óskað var eftir tilboðum fyrir 15. febrúar 2019,sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins;
    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/til-solu-vorugeymsla-vid-boggvisstadi

    Eitt tilboð barst í eignina sem er frá Óskari og sonum ehf., kt. 670109-0460, með fyrirvara um skoðun á eigninni.

    b) Til umfjöllunar var einnig rafpóstur frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsettur þann 13. febrúar 2019, þar sem hún sem íbúi á Böggvisstöðum vill koma á framfæri nokkrum ábendingum í ljósi þess að skálinn er auglýstur til sölu. Óskar Unnur eindregið eftir að drög verði gerð að nýju aðalskipulagi (sem rennur út 2020) og í framhaldinu deiliskipulag fyrir svæðið, áður en skálinn verði seldur og haft samráð við íbúa og eigendur Böggvisstaða, og hugsanlega leigjendur hestahólfa um og umhverfis Böggvisstaði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar og fá tæknideild og eignasjóð til að meta stöðuna.

    b)Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn að nýju kl. 08:35.

    Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 20. febrúar 2019, þar sem fram kemur að Dalbær, heimili aldraðra, sendi inn erindi síðast liðið haust og óskaði eftir styrk frá Dalvíkurbyggð, annars vegar vegna bílakaupa og hins vegar vegna bráðnauðsynlegra endurbóta á nokkrum baðherbergjum á heimilinu. Sveitarstjórn samþykkir í fjárhagsáætlun 2019 6,0 m.kr. styrk vegna kaupa á nýrri bifreið. Nú liggur fyrir samþykkt tilboð að upphæð kr. 12.791.950 frá Tréverki ehf. í framkvæmdir við umrædd baðherbergi. Ætlunin er að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð aldraða fyrir 11. mars n.k. vegna þessara framkvæmda en metnar eru ekki miklar líkur á að framlag komi úr sjóðnum. Stjórn Dalbæjar óskar eftir 7 m.kr. styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessara endurbóta.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um styrk að upphæð kr. 7.000.000 vegna framkvæmda við baðherbergi.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7/ 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir.


    a) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, Þórhalla Karlsdóttir situr hjá.

    b) Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 234. fundi fræðsluráðs þann 20. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti. Farið yfir samninginn og viðauka.
    Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum. Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022. Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samningum hvað varðar gildistíma um framlengingu eitt ár í senn, en að hámarki í tvö ár, og setja inn uppsagnarákvæði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    " Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið."

    Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lsgt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti:
    a) Bókfærða stöðu 2018 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2018 með viðaukum.
    b) Bókfærða stöðu janúar 2019 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2019.
    c) Fjárfestingar málaflokka 32, 42, 44, 48 og 74, bókfært 2018 í samanburði við áætlun.
    d) Yfirlit yfir stöðugildi vs. stöðugildisheimildir fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.
    e) Yfirlit yfir launakostnað vs. heimildir í áætlun fyrir árið 2018 og vegna janúar 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð vék af fundi kl. 09:36 til annarra starfa.

    Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
    b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2019, þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir Kjartan Snæ Árnason, kt. 150998-3449, vegna dansleikjar í Höfða 23. mars n.k.

    Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • 2.8 201902139 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 317 frá 15. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

    Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

    Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 898 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lsgt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liðir 2b og 10 eru sér liðir á dagskrá.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899, frá 07.03.2019

Málsnúmer 1903004FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

    Ofangreindir skipa vinnuhóp um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Birni Friðþjófssyni og Kristjáni Ólafssyni fyrir hönd UMFS.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og UMFS um uppbyggingu íþróttasvæðis. Börkur Þór og Þorsteinn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 08:57.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð leggur áherslu á að fyrir liggi frá UMFS endanleg kostnaðaráætlun með fjármögnun ásamt rekstraráætlun fyrir framkvæmdinni áður en gengið verður frá samningi um uppbyggingu á íþróttasvæðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

    Til umræðu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019."

    Með fundarboðið byggðaráðs fylgdu tillögur vinnuhópanna, sem eru vinnuskjöl innanhúss. Vinnuhóparnir voru 6 talsins:

    Vinnuhópur 2; Félagsmálasvið.
    Vinnuhópur 3; Fræðslumál.
    Vinnuhópur 4; Menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál.
    vinnuhópur 5; Umhverfis- og tæknisvið.
    Vinnuhópur 6; Veitu- og hafnasvið.
    Vinnuhópur 7; Fjármála- og stjórnsýslusvið.

    Í hverjum vinnuhópi voru 5; 4 kjörnir fulltrúar og sviðsstjóri viðkomandi fagsviðs. Sveitarstjóri vann með vinnuhópi 4 og sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs með vinnuhópi 3.

    Vinnuhópur 1 er byggðaráð og starfsmenn byggðaráðs.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.4 201901070 Trúnaðarmál
    Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899
  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið.

    Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

    Til umræðu ofangreint.

    Lagt fram til kynningar."


    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samantektir 5 vinnuhópa frá íbúafundinum um eftirfarandi umfjöllunarefni:
    Hópur 1 - Sala húsnæðis
    Hópur 2 - Safnasafn
    Hópur 3 - Safn og útleiga
    Hópur 4 - Eingöngu útleiga
    Hópur 5 - Hugarflæði, nýjar hugmyndir

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 a) Byggðaráð færir sínar bestu þakkir þeim er höfðu tök á að mæta á íbúafundinn fyrir góðan fund, líflegar umræður og þátttökuna í vinnuhópunum. Hópstjórum eru færðar einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
    Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftifarandi bókað:

    "Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.
    a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
    b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað innanhúss fyrrverandi sveitarstjóra frá 29. mars 2016 um undirbúningsfund í september 2015 vegna vinabæjamóts í Lundi í júní 2016 og minnispunktar innanhúss frá fyrrverandi upplýsingafulltrúa eftir vinabæjamótið í Lundi 2016.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 27. febrúar 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Skíðafélagi Dalvíkur, kt. 490381-0319, um rekstrarleyfi vegna skíðaskálans Brekkusel; Flokkur III - Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir um að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 28. febrúar 2019, þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj.kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.

    Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar og sendast á meðfylgjandi formi í s.l. 30. apríl nk. Kynningarfundur verður haldinn 13. mars nk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráði finnst verkefnið mjög áhugavert en sökum verkefnastöðu þá hefur Dalvíkurbyggð ekki tök á að sækja um þátttöku. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.),542. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars n.k.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð vísar ofangreindu til skoðunar í umhverfisráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem fram kemur að Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi,184. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars nk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 868 frá 22. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 15. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900, frá 14.03.2019

Málsnúmer 1903010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður a).
3. liður a) og 3. liður b).
5. liður.
6. liður; sér liður á dagskrá.
9. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs.


    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
    https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/brunavarnaaaetlun-dalvikurbyggdar-2016-2020.pdf
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði aðili að greiningu á kostum og göllum við samstarfssamning, byggðasamlag og/eða annars konar samstarf sveitarfélaganna allra við Eyjaförð, þar með talið Fjallabyggð, um brunavarnir ásamt greiningu á kostnaði.
    Byggðaráð leggur áherslu á að verkefnið sé unnið i samráði við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og slökkviliðsstjórann í Dalvíkurbyggð.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:18.

    Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 8:15.

    a) Vörugeymsla Dalvíkurbyggðar við Böggvisstaði (Böggvisstaðaskáli) var auglýstur til sölu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Óskað var eftir tilboðum fyrir 15. febrúar 2019,sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins;
    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/til-solu-vorugeymsla-vid-boggvisstadi

    Eitt tilboð barst í eignina sem er frá Óskari og sonum ehf., kt. 670109-0460, með fyrirvara um skoðun á eigninni.

    b) Til umfjöllunar var einnig rafpóstur frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur, dagsettur þann 13. febrúar 2019, þar sem hún sem íbúi á Böggvisstöðum vill koma á framfæri nokkrum ábendingum í ljósi þess að skálinn er auglýstur til sölu. Óskar Unnur eindregið eftir að drög verði gerð að nýju aðalskipulagi (sem rennur út 2020) og í framhaldinu deiliskipulag fyrir svæðið, áður en skálinn verði seldur og haft samráð við íbúa og eigendur Böggvisstaða, og hugsanlega leigjendur hestahólfa um og umhverfis Böggvisstaði.

    Til umræðu ofangreint.

    a)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar og fá tæknideild og eignasjóð til að meta stöðuna.

    b)Lagt fram til kynningar."

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir mati umhverfis- og tæknisviðs. Einnig var til umræðu skipulagsmál til framtíðar á því svæði þar sem Böggviðsstaðaskálinn stendur.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu tilboði í Böggvisstaðaskála frá Óskari og sonum ehf.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við starfsmenn Eignasjóðs að koma með tillögu að auglýsingu um útleigu á Böggvisstaðaskála.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna tilboði frá Óskari og sonum ehf. í Böggvisstaðaskála.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kominn á fundinn að nýju kl. 13:30.

    Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. mars 2019, þar sem fram kemur að við kaup á nýrri dráttarvél fyrir umhverfissvið er ekki þörf á eldri vél Ford 7840 SLE er óskað eftir leyfi stjórnar Eignasjóðs á sölu hennar. Jafnframt er óskað eftir að söluandvirði verði nýtt til lagfæringa á nýju vélinni.
    Með nýju vélinni fylgdi ástandsskoðun en þar kemur fram að ástand framdrifsskafts sé ásættanlegt.
    Við nánari skoðun á vélinni kom í ljós að til að fyrirbyggja kostnaðarsamara viðhald borgar sig að fara í ákveðið viðhald og áætlaður kostnaður við þessa viðgerð ætti að falla innan þess fjármagns sem áætlað er að fáist fyrir gömlu vélina.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita umhverfis- og tæknisviði heimild til að selja eldri dráttarvél Ford 7840 SLE.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila umhverfis- og tæknisviði að nýta söluandvirði eldri vélar til fyrirbyggjandi viðhalds á nýju vélinni.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitartjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur þann 5. mars 2019, þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Gert er ráð fyrir að til úthlutunar nú sé að minnsta kosti 2.700.000.000 kr.
    Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sólrúnu ehf., dagsett þann 7. mars 2019, þar sem Dalvíkurbyggð er boðinn forkaupsréttur að fiskiskipinu Ingibjörgu EA-351, skipaskrárnúmer 7362, í samræmi við 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð mun ekki nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins á fiskiskipinu Ingibjörgu EA-351, skipaskrárnúmer 7362, og leggur til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð falli frá forkaupsrétti. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ingubjörgu EA-351.
  • Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars s.l. var eftirfarandi bókað:

    "Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá VSÓ eftir yfirferð starfsmanna innanhúss.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað.
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. "

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim umfjöllunum sem hafa farið fram um ofangreint í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.8 201901070 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900
  • Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2019 var m.a. eftirfarandi bókað:

    "b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
    Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund. "

    Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn ásamt tillögu að skipun í vinnuhópinn.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um tillögu að erindisbréfi og skipun í vinnnuhópinn. Vinnuhópinn skipa:
    Frá byggðaráði; Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri
    Frá menningarráði; Ella Vala Ármannsdóttir, formaður
    Frá fræðsluráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður
    Frá atvinnumála- og kynningarráði; Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, formaður
    Frá félagsmálaráði; Lilja Guðnadóttir, formaður

  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 6. mars 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar,86. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. mars nk.
    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 11. mars 2019, Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),90. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. mars nk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 900 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liður 6 er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 42, frá 06.03.2019

Málsnúmer 1903001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

    Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


    Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

    Sif vék af fundi kl. 10:05

    Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05

    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar
    Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.

    Með fundarboði fylgdu drög að vinnureglum fyrir sjóðinn um meðferð umsókna og úthlutun styrkja ásamt drögum að samningi við styrkþega.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningsformi og vinnureglum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og fyrirligjgjandi drög að samningaformi og vinnureglum.
  • Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar."

    Til umræðu ofangreind áfangastaðaáætlun Norðurlands.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

    Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar- desember 2019 sem og stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar 2019.

    Um er að ræða eftirtaldar deildir:
    13010 Sameiginlegur kostnaður - Atvinnumála- og kynningarráð.
    13410 Atvinnuþróun
    13800 Styrkir / framlög til atvinnumála
    21500 Kynningarmál



    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Félagsmálaráð - 227, frá 08.03.2019

Málsnúmer 1903006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
12. liður.
  • 6.1 201902157 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201902157

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 227
  • 6.2 201903041 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 20190341

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 227
  • 6.3 201903040 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201903040

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 227
  • 6.4 201901038 Trúnaðarmál
    Tekið fyrir erindi um starfsemi og rekstur Dalvíkurbygggðar, vinnuhóp 2 félagsmálasvið. Farið yfir tillögur vinnuhópsins. Félagsmálaráð - 227
  • Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 22. febrúar 2019 frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgörð þeirra og þjónustu. Fram kemur í bréfinu að ráðherra hafi boðað heildarendurskoðun á barnaverndarlögum, endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi með áherslu á snemmtæka íhlutun og samvinnu kerfa. Vakin er athygli að að framundan er vinna við þessa endurskoðun á lögum og aðgerðum. Skipuð hefur verið þverpólitísk nefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Hins vegar geta einstaklingar sem hafa áhuga á slíkri vinnu komið upplýsingum á framfæri og/eða óskað eftir þátttöku í hliðarhópum og opnum fundum. Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.6 201902064 Hagstofuskýrsla 2018
    Lögð fram Hagstofuskýrsla fyrir félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018. Í Hagstofuskýrslu kemur fram að félagsþjónusta sinnir 47 heimilum með heimilsþjónustu og alls fengu 29 heimili fjárhagsaðstoð á árinu. Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar frávikagreining félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2018 sem og staðan á fjármálum sviðsins það sem af er ári 2019 Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21.febrúar. Sent var til umsagnar þingsályktun um velferðartækni, 296. mál. Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21.febrúar til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255.mál Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 31.janúar 2019. Til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra) 306. mál.
    Erindi þetta var einnig tekið fyrir á fundi byggðaráðs þann 11.febrúar 2019 og var eftirfarandi bókað:

    201901111 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs og senda upplýsingar um ofangreint til hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar.


    Félagsmálaráð - 227 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Félagsmálanefnd Fjallabyggðar dags. 12.febrúar 20109 en þar kemur fram að félagsmálanefnd Fjallabyggðar óski eftir fundi með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar. Tilgangur fundarins er að ræða ýmis sameiginleg verkefni s.s. málefni fatlaðs fólks, notendaráð félagsþjónustu og önnur þau mál er varða félagsþjónustu sveitarfélaganna. Lagt er til að fundur verði haldinn á Siglufirði í mars. Félagsmálaráð - 227 Félagsmálaráð þakkar fyrir gott boð og samþykkir að koma til fundar við félagsmálanefnd Fjallabyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundi félagsmálaráðs 225.fundi var tekið fyrir erindi vegna styrkveitingar í bílakaup á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Þar var bókað; Félagsmálaráð leggur til að samningurinn verði ítarlegri og felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurskoðun samnings með hjúkrunarforstjóra Dalbæjar og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar.
    Lagður er fram endurskoðaður samningur sbr. bókun ráðsins.
    Félagsmálaráð - 227 Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samning. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi samningi við Dalbæ um bifgreiðakaup.
  • 6.13 201903036 Hjólasöfnun 2019
    Tekið fyrir erindi frá Barnaheill dags. 25.02.2019 þar sem kynnt er að Barnaheill- Save the children á Íslandi hefji von bráðar hjólasöfnun sína í áttunda sinn. Frá upphafi hjólasöfnunar hafa hátt í 1800 börn notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna-barnahreyfingu IOGT og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu félagsþjónustu og verða sendar þaðan. Barnaheill hefur síðan samband við skjólstæðinga vegna úthlutunar. Barnaheill hefur verið í samstarfi við Eimskip/Flytjanda sem hafa flutt hjólin á milli landshluta. Félagsmálaráð - 227 Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að auglýsa hjólasöfnunina á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og aðstoða fólk við að sækja um. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu er því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Fræðsluráð - 234, frá 20.02.2019

Málsnúmer 1902012FVakta málsnúmer

  • Guðrún Halldóra leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti Grænfánaverkefnið sem Krílakot er þátttakandi í en leikskólinn mun flagga Grænfánanum í fjórða sinn næstkomandi föstudag þann 22.febrúar. Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti að Grænfánaverkefninu, hluti þess er meðal annars samstarf við heimilisfólk á Dalbæ. Fræðsluráð óskar jafnframt Krílakoti til hamingju með flöggun Grænfána og hvetur börn og starfsfólk til áframhaldandi góðra verka. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðrún Halldóra, leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti þróunarverkefnið Orðaleik sem leikskólinn tekur þátt í ásamt Miðstöð skólaþróunar og leikskólanum Iðavöllum. Markmið verkefnisins er að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna í leikskólum, þróa aðgengilegt námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna og að námsefnið sé notendum að kostnaðarlausu og nýtist
    bæði heima og í leikskóla.
    Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti af þessu verkefni og telur það mikilvægan þátt í eflingu íslensku og málþroska.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjóla Dögg kennsluráðgjafi á fræðslu-og menningarsviði upplýsti fræðsluráð um stöðu foreldrakannana í skólum Dalvíkurbyggðar en þær eru lagðar fyrir í febrúar ár hvert. Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð leggur áherslu á að niðurstöður kannananna verði birtar á heimasíðum skólanna þegar þær liggja fyrir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulag og áherslur vegna skóladagatala fyrir skólaárið 2019-2020 ræddar. Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Formaður fræðsluráðs fór yfir starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs fyrir árið 2019 og stöðu verkefna. Skólastjórnendur fóru yfir helstu verkefni sinna stofnana. Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð áformar að fara reglulega yfir starfsáætlun á fundum ráðsins.
    Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ár hvert vinnur hag- og upplýsingasvið Sambands ísl.sveitarfélaga úr gögnum Hagstofu og ársreikningum sveitarfélaga upplýsingar um skólahald í leik- og grunnskólum. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir og kynnti lykiltölur um leik-og grunnskóla fyrir árið 2017.

    Einnig teknar fyrir niðurstöður úr skólavoginni 2017 en það eru samanburðartölur m.v. önnur sveitarfélög um hina ýmsu rekstrarþætti leik-og grunnskóla.
    Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 25.01.2019 þar sem vakin er athygli á því að komin eru inn á samráðsgátt stjórnvalda áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Opið er fyrir samráð og umsagnir til 4. febrúar.

    Umræddar lagabreytingar snúast m.a. um að kennarar afli sér kennsluréttinda í námi sínu óháð tilteknu skólastigi með einu grunnleyfisbréfi. Sveitarfélög eru hvött til þess að kynna sér áformin og senda inn eigin umsögn sjái þau ástæðu til þess.
    Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu.

    Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir fóru af fundi kl.09:08
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 10. desember 2019, 14. og 28. janúar og 11.febrúar 2019. Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Menntamálastofnun um hlutverk og skipan fagráðs eineltismála í grunn-og framhaldsskólum.

    Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Hægt er að vísa eineltismálum til fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn á þeim innan skóla eða sveitarfélags eða vegna meints aðgerðaleysis sömu aðila. Skal þá fagráðið veita ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast. Öll mál sem send eru til fagráðsins eru skoðuð og metin og síðan tekin fyrir í fagráði að uppfylltum skilyrðum um málsmeðferð.

    Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig aðilar sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum.

    Fagráðið starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis, en umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun.
    Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð fagnar skipan fagráðs eineltismála.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.01.2019 um opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir skólaárið 2019-2020.

    Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2019-2020 er til og með 21. febrúar 2019.

    Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:
    skóli margbreytileikans
    heilbrigði og velferð nemenda
    efling íslenskrar tungu í öllum námsgreinum
    Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarsson og Jónína Garðarsdóttir kynntu helstu niðurstöður úr fyrirlögn Lesferils í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð þakkar fyrir yfirferð á niðurstöðum.

    Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir, Friðrik Arnarsson, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson fóru af fundi kl. 10:00
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti.

    Farið yfir samninginn og viðauka.
    Fræðsluráð - 234 Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum.

    Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022.

    Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 233.fundi fræðsluráðs þann 9.janúar voru kynnt drög að starfsáætlun fræðsluráðs 2019. Eftirfarandi var bókað:
    "Lagt fram til kynningar og umræðu, fræðsluráð felur starfsmönnum skólaskrifstofu að vinna drög að starfsáætlun."

    Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að starfsáætlun fræðsluráðs 2019.
    Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir deildir 04010-04280 undir málaflokki 04. Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga dags. 06.02.2019 þar sem athygli er vakin á drögum að reglum um sérkröfur til skólabifreiða sem nú eru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.

    Í drögunum koma m.a. fram kröfur til merkinga skólabifreiða og um öryggisbúnað á borð við 3ja punkta öryggisbelti, upphækkunarsessur, sjúkrakassa og slökkvibúnað. Þá er gerð sú krafa að bifreið sem notuð er til flutnings skólabarna gangist árlega undir aðalskoðun, jafnvel þó um fólksbifreið sé að ræða, enda er ökutækið þá notað í atvinnuskyni til farþegaflutninga líkt og leigubifreið eða eðalvagn, en slíkar bifreiðar skal færa árlega til aðalskoðunar. Krafa um leyfisskoðun skólabifreiða helst óbreytt og skal hún fara fram árlega líkt og aðrar leyfisskoðanir.

    Þá er bent á, að einnig er gerð krafa um, að skólabifreið sé ekki skráð fyrir standandi farþega og eru slíkar bifreiðar þannig útilokaðar frá notkun sem skólabifreiðar. Þetta er lagt til þar sem flestar hópbifreiðar sem skráðar eru með standandi farþega eru ekki búnar öryggisbeltum í sætum. Með þessu er leitast eftir því að hvert barn sem ferðast með skólabifreið eigi sitt sæti búið viðeigandi öryggisbúnaði.

    Umsagnarfrestur er 22. febrúar nk.
    Fræðsluráð - 234 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Fræðsluráð - 235, frá 13.03.2019

Málsnúmer 1903005FVakta málsnúmer

  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

    Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

    Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar. "

    Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð óskar Gísla til hamingju með nýtt starf.
    Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á að sviðsstjóri komi sem fyrst til starfa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sif Jóhannesdóttir, nýráðin verkefnastjóri hjá Símey kynnti starfið sitt og starfsemina í námsveri SÍMEY hér á Dalvík. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð þakkar Sif fyrir góða kynningu á starfsemi Símey og býður hana velkomna til starfa. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir ósk frá skólunum um breytingar á upplýsingakerfum þeirra. Ósk um breytingar felst í því að fara úr því að nota kerfið Námfús og yfir í kerfin Mentor og Karellen. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð samþykkir að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, formaður fræðsluráðs ræddi tillögu um að stjórnendur skóla færu yfir stöðu verkefna m.a. út frá starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð leggur til að á hverjum fundi kynni stjórnendur skólanna þau verkefni sem eru í gangi og það helsta sem er framundan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skólastjórnendur lögðu fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2019-2020.

    Fræðsluráð - 235 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla fóru yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir í febrúar. Fræðsluráð - 235 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerð fagráðs frá 4.mars 2019. Fræðsluráð - 235 Lagt framt til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla sagði frá umsókn Dalvíkurskóla í Endurmenntunarsjóð kennara. Umsóknin felur í sér námskeið fyrir kennara þar sem farið verður í leiðir til þess að efla og styrkja sjálfsmynd og sjálfsstraust barna og unglinga. Að auki er styrkurinn hugsaður fyrir fræðslu til foreldra sem og eftirfylgni við kennara. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð fagnar þessari umsókn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.9 201901038 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Fræðsluráð - 235 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 109, frá 05.03.2019

Málsnúmer 1903002FVakta málsnúmer

  • Lagðar voru fram til kynningar reglur Dalvíkurbyggðar um birtingu gagna með fundargerðum. Reglum þessum er ætlað að auka aðgang íbúa Dalvíkurbyggðar að gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækjum þess og samtaka sem það á aðild að, sem lögð eru fram í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins eftir því sem lög og reglugerðir heimila sem og í samræmi við stefnur Dalvíkurbyggðar. Almenna reglan er sú að birta skal öll gögn á vef sveitarfélagsins sem lögð eru fyrir ráð og nefndir nema erindi frá einstaklingum, þau eru ekki birt nema viðkomandi óski þess. Óheimilt er þó að birta gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, bréfaskrif við sérfróða aðila til afnota í dómsmálum, vinnuskjöl og innri minnisblöð, gögn er tengjast málefnum einstakra starfsmanna, gögn sem þagnarskylda gildir um og óski málsaðili sérstaklega eftir að gögn birtist ekki. Ef réttmætur vafi er á því hvort lög heimili birtingu gagna skulu þau að jafnaði ekki birt. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis þar sem félagið leggur til að stofnaður verði Íþrótta- og leikjaskóli Dalvíkurbyggðar. Með erindinu fylgdu drög að fyrirkomulagi og verklýsing ásamt fleiri fylgiskjölum. Við gerð fyrirkomulagsins voru íþrótta- og leikjaskólar hjá KA og Þór hafðir að leiðarljósi. Félagið myndi reka skólann og er óskað eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum að launakostnaði starfsmanna og útvegi aðgang að aðstöðu sveitarfélagsins og aðstoð fengist frá vinnuskóla. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Íþrótta- og æskulýðsráð tekur vel í hugmyndina og telur verkefnið metnaðarfullt. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2019 í slíkt verkefni. Mikilvægt er að svona stór verkefni sem þarfnast fjármagns komi til ráðsins að hausti áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst. Vísar því ráðið erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020 næsta haust. Ráðið telur það einnig heppilegt að ef af verkefninu verði, þá verði það sett í heildar samning við félagið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að verk og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Þar er að finna verkefni sem þarf að skipuleggja og framkvæma á hverju ári, s.s. kjör á íþróttamanni ársins og vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs. Slík verk- og tímaáætlun mun hjálpa til að ekki gleymist að undirbúa og fjalla um föst verkefni ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin og leggur áherslu á að skjalið verð uppfært eftir þörfum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag frá 13. febrúar 2019. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísl Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
    Skýrslan lögð fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir málaflokk 06. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugsemdum sem komið hafa, enn er ekki búið að klára að funda með öllum félögum. Íþrótta- og æskulýðsráð - 109 Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir þær athugsemdir sem hafa komið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að halda áfram að funda með þeim félögum sem eftir eru og frestar ráðið frekari umræðu um málið til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Landbúnaðarráð - 125, frá 28.02.2019

Málsnúmer 1902016FVakta málsnúmer

  • Til afgreiðslu innsent erindi dags. 11. febrúar 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á erindi frá 14. maí 2018 er varðar fjallgirðingar. Landbúnaðarráð - 125 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að senda framlagða umsögn unna af Pacta lögmönnum í samráði við landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar, en þar er gert nánar grein fyrir afgreiðslu ráðsins frá 14. maí 2018.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Landbúnaðarráð - 126, frá 14.03.2019

Málsnúmer 1903009FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá, með fyrirvara um að umsögn HNE liggi fyrir.
Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu breytingar á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð Landbúnaðarráð - 126 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar hefur hér með endurskoðað samþykktir um hunda og kattahald og felur sviðsstjóra að senda samþykktirnar til umsagnar HNE og í framhaldinu til staðfestinga viðkomandi ráðuneytis.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurbætur á fjallgirðingum sumarið 2019. Landbúnaðarráð - 126 Ráðið felur svisstjóra og formanni að ganga frá verksamningi við verktaka fyrir næsta fund ráðsins. Nákvæm verkáætlun sem hluti samnings skal liggja fyrir þegar úttekt á girðingunni hefur farið fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir málaflokk 13. Landbúnaðarráð - 126 Til umræðu ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liður 1 er sér liður á dagskrá. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfisráð - 316, frá 15.03.2019

Málsnúmer 1903008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
5. liður.
6. liður, sér liður á dagskrá.
7. liður.
8. liður.
9. liður.
10. liður.
13. liður, sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dags 19.02.2019 frá Bjarna Jónssyni f.h. Votlendissjóðsins, kynning á sjóðnum sem er sjálfseignarstofnun og ekki rekin í hagnaðarskyni. Hlutverk sjóðsins er að vinna að endurheimt votlendis í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisráð - 316 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram til upplýsingar erindi frá Ólafi Pálma Agnarssyni vegna eyðingar á vargfugli. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð vill ítreka við bréfritara að tryggja að ekki stafi hætta eða ónæði af eyðingunni fyrir vegfarendur eða íbúa og gott samstarf sé haft við fyrirtæki og sveitarfélagið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 12.3 1903073 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 14. mars 2019 óskar Þröstur Stefánsson fyrir hönd Ástré verk ehf eftir lóðinni við Lokastíg 6 samkvæmt meðfylgjandi umsókn. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Lokastíg 6.
  • 12.4 1903044 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 10. mars 2019 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni við Hringtún 23, Dalvík. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.
    Samykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 23.
  • 12.5 201711004 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Einar Ísfeld og Erin Jorgensen eftir framlengingu á umsókn um lóðina Skógarhólar 10 um eitt ár. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð fellst á framlengingu úthlutunarinnar, en leggur áherslu á að umsækjendur skili inn teikningum samkvæmt gr. 4 í gildandi úthlutunarreglum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofnagreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framlengingu á úthlutun lóðarinnar við Skógarhóla 10 um eitt ár samkvæmt settum skilyrðum.
  • Til umræðu erindi frá íbúum við Hringtún og Miðtún vegna grenndarkynningar lóðanna Hringtún 17 og 19. Umhverfisráð - 316 Á fundi sínum 19. febrúar 2019 fól sveitarstjórn sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi lóðanna Hringtún 17 og 19.
    Breytingin fólst í stækkun á byggingarreitum, aukningar á byggingarmagni og að heimilt sé að byggja parhús í stað einbýlishúsa á lóðunum við Hringtún 17 og 19 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 1 frá arkitektastofunni form ráðgjöf dags. 04.02.2019.
    Send voru út grenndarkynningargögn á sjö næstu nágranna og þeim kynnt tillagan og gefinn frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til umhverfisráðs innan fjögurra vikna, eða til miðvikudagsins 20. mars 2019.
    Þann 5. mars 2019 barst sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs sameiginlegt athugasemdarbréf vegna breytingartillögunnar frá átta næstu nágrönnum Hringtúns 17 og 19.
    Megininntak athugasemda nágrannanna lítur að túlkun á 43. gr. skipulagslaga þ.e.a.s. hvort fyrrgreinda breytingartillögu eigi að túlka sem óverulega breytingu sem er grenndarkynnt eða sem almenna deiliskipulagsbreytingu með málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Einnig gera nágrannarnir athugasemdir við breytingu á húsgerðum þ.e.a.s úr einbýlishúsum yfir í parhús. Einnig bárust erindi frá eigendum að Hringtúni 21 og 30 ásamt Miðtúni 3 og 4 þann 14. mars.
    Umhverfisráð leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting.
    Umhverfisráð telur að almennt séð sé ekki vera grundvallarmun á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa nema að því leyti að hús geta verið ólík í útliti. Væntanlega munu parhús ekki breyta yfirbragði hverfisins svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem komin er. Aukning umferðar vegna tveggja viðbótaríbúða er óveruleg og breytir ekki stöðu nágranna í neinum grundvallaratriðum.
    Umhverfisráðs leggur einnig til að gerðar verði eftirtaldar breytingar á grenndarkynntri tillögu á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún:
    1.
    Að heildarbyggingarmagn á lóðum nr. 17 og 19 verði aukið úr 260 m² í 300 m².
    2.
    Að lóð nr. 17 við Hringtún verði stækkuð um 94.3 m² á kostnað lóðar nr. 19.
    3.
    Að byggingarreitir lóða nr. 17 og 19 við Hringtún séu stækkaðir um 1 m til vesturs.
    4.
    Að norðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð um 2 m til suðurs, og verði eftir breytingu 5 m frá norðurlóðarmörkum í stað 3 m.
    5.
    Að suðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð til suðurs um 4.2 m.
    6.
    Að byggingarreit lóðar nr. 19 við Hringtún verði hliðrað um 4.2 m til suðurs.
    7.
    Að austurmörk byggingarreita verði óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag.
    Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með ofantöldum breytingum frá áður grenndarkynntri tillögu.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 3. mars 2019 óskar Ágúst Birgisson eftir byggingarleyfi fyrir tveimur vélageymslum ásamt gestahúsi að litlu-Hámundarstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingarleyfi með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru.
  • Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd UMFS eftir framkvæmdar og byggingarleyfi á íþróttasvæði UMFS vegna gervigrasvallar með hitalögn, flóðlýsingar og aðstöðuhýsis samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdar og byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um framkvæmdar- og byggingarleyfi með þeim fyrirvörum se tilgreindir eru.
  • Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Sigbjörn Kjartansson f.h. Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 lóðarhafa Öldugötu 26, Ægisgötu 29 og 31 Árskógssandi eftir leyfi til þess að stækka lóðirnar Öldugata 26, Ægisgata 29 samanlagt um 3.261.7 m² á kostnað Ægisgötu 31, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 316 Það er mat Umhverfisráðs þar sem umrædd breyting snertir ekki aðra en umsækjanda og sveitarfélagið að fyrrgreind stærðarbreyting á lóðunum þremur sé óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr. Breytingar á deiliskipulagi í skipulagslögum 123/2010, en þar segir:
    „(Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.2)„
    Sviðsstjóra er falið að veita umbeðna breytingu og útbúa nýja lóðarleigusamninga í samræmi við það ásamt því að tilkynna breytinguna til Skipulagsstofnunar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og breytingu á lóðarmörkum við Öldugötu 26 og Ægisgötu 29-31 á Árskógssandi.
  • Til umræðu drög frá Vegagerðinni að breytingum á gatnamótum Hafnarbrautar,Skíðabrautar og Grundargötu, Dalvík. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð samþykkir nýja legur gatnanna og felur sviðsstjóra að leita samráðs við nærliggjandi lóðarhafa að lausnum fyrir reitinn framan við Ungó fyrir næsta fund ráðsins.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um nýja legur gatnanna á gatnamótum Hafnarbrautar, Skíðabrautar og Grundargötu á Dalvík.
  • Til umræðu og kynningar samningsdrög frá Vegagerðinni ásamt kostnaðaráætlun vegna gögnustígs frá Olís að Árgerði sunnan Dalvíkur Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur svisstjóra að óska eftir viðauka vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í hönnun á árinu 2019.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.),542. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars n.k, en erindinu var vísað til skoðunar umhverfisráðs á 899. fundi byggðarráðs.
    Umhverfisráð - 316 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 13. mars 2019 óskar Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands. Umhverfisráð - 316 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 6 og 13 eru sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Ungmennaráð - 20, frá 19.02.2019

Málsnúmer 1902015FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
  • Fyrsti fundur nýs ungmennaráðs eftir ungmennaþing sem haldið var í janúar. Á því þingi var kosið nýtt ungmennaráð til næstu tveggja ára.
    Eftirtaldir aðilar voru kosnir inn í ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021
    Daníel Rosazza
    Magnús Rosazza
    Rebekka Ýr Davíðsdóttir
    Þormar Ernir Guðmundsson
    Þröstur Ingvarsson

    Kjósa þarf formann ráðsins á fyrsta fundi ásamt því að fara yfir helstu verkefni og hlutverk ungmennaráðs.
    Ungmennaráð - 20 Farið var yfir drög að nýju erindisbréfi sem á eftir að samþykkja. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum fundargátt, boðleiðir og verkferla ásamt því að fara yfir helstur verkefni ungmennaráðs.
    Ungmennaráð samþykkir með 5 atkvæðum að Þröstur Ingvarsson verði formaður fyrsta árið og Magnús Rosazza til vara og Magnús Rosazza verði formaður seinni árið og Þröstur Ingvarsson til vara.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda samþykkt ungmennaráðs um formann og varaformann.
  • Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

    Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála."
    Ungmennaráð - 20 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ráðstefnan "Ungt fólk og lýðræði" fer fram 10.-12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

    Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir ferðakostnað.
    Ungmennaráð - 20 Ráðið samþykkir að senda Magnús og Daníel á ráðastefnuna svo framarlega sem starfsmaður fæst með í ferðina. Kostnaður bókast á lið 06040.-
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs.
  • 13.4 201902081 Reglur hjólabrautar
    Fara þarf yfir reglur sem settar voru við hjólabrautina til bráðabirgða í sumar. Ungmennaráð - 20 Málinu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar (kosningaaldur), 356. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
    Ungmennaráð - 20 Ungmennaráð telur frumvarpið af hinu góða og finnst mikilvægt að fræðsla til ungra kjósenda fari fram og verði framkvæmd af óháðum aðilum. Einnig telur ráðið að ekki ætti að takmarka aldur í ungmennaráðum sveitarfélaga við 16 ára, þó að aldur til sveitarstjórnarkosninga verði lækkaður. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðið sumar var gerð könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluti ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megin tilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
    Ungmennaráð - 20 Málinu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

14.Ungmennaráð - 21, frá 12.03.2019

Málsnúmer 1903007FVakta málsnúmer

  • "Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.
    Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að vísa ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar.
    Einnig var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.
    Ungmennaráð - 21 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki.

    Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinnuhópar um rekstur Dalvíkurbyggðar hafa verið að störfum undanfarið og eru að skila inn tillögum. Ungmennaráð - 21 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu þá vinnu sem farið hefur fram hjá vinnuhópunum. Ekki var farið efnislega yfir þær tillögur sem hafa komið fram. Ungmennaráð óskar eftir því að ef ákveðið verði að gera breytingar sem tengjast börnum og ungmennum að ráðið fái slíkt til umsagnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 14.3 201902081 Reglur hjólabrautar
    Reglur um hjólabraut voru unnar til bráðabirgða sl vor. Óskaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi eftir umsögn um reglurnar hjá ráðinu. Farið var yfir reglurnar frá síðasta sumri. Ungmennaráð - 21 Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísli Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði. Ungmennaráð - 21 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
    Skýrslan lögð fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

15.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83, frá 06.03.2019

Málsnúmer 1903003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
  • Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar en núgildandi reglugerð er frá árinu 2008. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti frá 05.01.2016 barst eftirfarandi:
    "Samkvæmt Evrópureglugerð nr. 725/2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu og 35. gr. reglugerðar nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar þarf að fara fram heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun hafnaraðstöðu á fimm ára fresti hjá höfnum sem falla undir reglur Siglingaverndar. Síðasta heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun fyrir Dalvíkurhöfn fór fram árið 2009 og hefði því átt að fara fram árið 2014."

    Erfitt hefur reynst að nálgast frumgögnin en þau eru komin í hús núna svo hægt var að uppfæra þau m.t.t. nafnabreytinga og aðrar minni háttar viðbætur. Við þær miklu breytingar sem framundan eru vegna tilkomu Austurgarðs verður nauðsynlegt að endurskoða verndaráætlun Dalvíkurhafnar aftur í upphafi næsta árs.
    Verndaráætlunin, sem hér er til umfjöllunar, hefur verið send til Samgöngustofu sem er með hana til yfirferðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var gert ráð fyrir að bjóða út frágang á þekju, rafmagnsvinnu vegna landtengingu skipa og lýsingu svæðisins. Ný gerð útboðsganga langt komin og óskar sviðstjóri heimildar ráðsins til að bjóða þessa verkþætti út nú í mars, í tvennu lagi, þ.e. jarð- og lagnavinnu og þá verkþætti sem snúa að rafmagni. Niðurstaða útboðanna verða svo á fundi ráðsins í apríl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að heimila sviðstjóra að bjóða út verkþætti þekju og rafmagns vegna Austurgarðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um útboð.
  • Bréf barst frá Meindýravörnum Norðurlands, dagsett 27.02.2019, þar sem kynnt var eyðing á vargfugli í Dalvíkurbyggð. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, en núgildandi reglugerð er frá árinu 1999. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Málið tekið af dagskrá. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.7 201901044 Deiliskipulag Hauganesi
    Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Hauganess. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hafnasvæðið á Hauganesi og óskar eftir því að haft verði samráð við ráðið varðandi þá uppbyggingu sem skipulagið mun taka til á hafnasvæðinu. Einnig er nauðsyn á því að færa inn á uppdráttinn þau mannvirki sem eru fyrir á svæðinu. Jafnframt óskar ráðið eftir því að mörk hafnasvæðis verði endurskoðað í tengslum við þá vinnu sem framundan er.
    Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 15.8 201402123 Deiliskipulag Fólkvangs
    Með innsendu erindi dags. 18. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs vegna skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 83 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag útfrá þeim hagsmunum sem snýr að ráðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

16.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 26, frá 14.02.2019

Málsnúmer 1902019FVakta málsnúmer

  • 16.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda- undirritun verksamnings við Kötlu ehf.
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Jón Ingi Sveinsson, frá Kötlu ehf., og Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf.

    Á 25. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 5. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á fundinum var farið yfir drög að verksamningi við Kötlu ehf. og drög að skilalýsingu eftir viðbrögð Árna Pálssonar og Ágústar Hafsteinssonar við ábendingum og vangaveltum stjórnar frá fundi nr. 24.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að uppfylltu tillögum LD hses að breytingum á verksamningi og skilalýsingu og að uppfylltu öllum ákvæðum varðandi skil verktaka á þeim gögnum og upplýsingum sem vantar og gert er ráð fyrir að Katla ehf. leggi fram fyrir og/eða í síðasta lagi við undirritun samningsins þá er stjórnin tilbúin að ákveða stund og stað í samráði við verktakann varðandi undirritun á verksamningi ásamt fylgigögnum."

    Jón Ingi og Ágúst viku af fundi kl. 13:10.

    Á fundinum var lesið saman yfir verksamninginn ásamt fylgigögnum.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 26 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta undirritun verksamningsins til föstudagsins 15. febrúar 2019 til að svigrúm sé til að lagfæra minniháttar atriði í skilalýsingu og á teikningum sem aðilar eru sammála um. Bókun fundar Undir þessum lið tók til máls Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar liði 16 - 18 og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Fleiri tóku ekki til máls.

17.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 27, frá 15.02.2019.

Málsnúmer 1902020FVakta málsnúmer

  • 17.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda- undirritun verksamnings við Kötlu ehf. um Lokastíg 3.
    Undir þessum lið komu á fundinn Jóni Ingi Sveinsson og Elías Þór Höskuldsson frá Kötlu ehf. og Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, frá Form Ráðgjöf ehf.

    Á 26. fundi stjórnar þann 14. febrúar s.l. var frestað undirritun á verksamningi þar sem aðilar voru sammála um nokkrar lagfæringar á gögnum áður en verksamningur yrði undirritaður.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 27 Meirihluti stjórnar undirritaði verksamning ásamt fylgigögnum við Kötlu ehf. um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða ásamt þjónusturými við Lokastíg 3 á Dalvík. Samningsfjárhæðin er kr. 195.380.500 með vsk. og er tengd við byggingavísitölu. Verklok eru 31. október 2019. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Enginn tók til máls.

18.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28, frá 27.02.2019

Málsnúmer 1902021FVakta málsnúmer

  • 18.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    a) Rafpóstur frá Form ráðgjöf ehf.

    Á fundinum var farið yfir rafpóst dagsettur þann 21. febrúar 2019 frá Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt frá Form ráðgjöf ehf., er varðar fund með Kötlu ehf. þann 15. febrúar 2019 um atriði á teikningum og hönnun.

    b) Fundargerð frá Form ráðgjöf ehf.

    Á fundinum var farið yfir fundargerð frá 26. febrúar 2019 frá Form ráðgjöf ehf. er varðar fund Ágústar Hafsteinssonar með Kötlu ehf. um ýmis atriði er snýr að hönnun og teikningum.

    c) Ákvörðun um eftirlitsmann.

    Áframhald á umræðu um val á eftirlitsmanni með verkinu fyrir hönd félagsins.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28 a) Stjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti þau atriði sem velt var upp og framkvæmdastjóra var falið að senda afgreiðslu og ábendingar frá stjórn.
    b) Stjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti þau atriði sem velt var upp og framkvæmdastjóra var falið að senda afgreiðslu og ábendingar frá stjórn.
    c) Berki Þór var falið að óska eftir tilboði frá Eflu og leggja fyrir fund stjórnar sem allra fyrst.
  • 18.2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform; lántaka
    a) Fyrirhuguð lántaka.

    Til umræðu hvenær þörf er á að hefja lántöku og hvaða valkostir standa félaginu til boða.

    b) Drög að bréfi til Lánasjóðs sveitarfélaga.

    Guðrún Pálína kynnti drög að bréfi til Lánasjóðs sveitarfélaga er varðar fyrirspurn lánveitingu til húsnæðisjálfseignarstofnunar og möguleika á láni. Einnig var farið yfir áðursend svör frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar lánsfjármögnun vegna framkvæmda við búsetukjarna fyrir fatlað fólk, sbr. rafpóstur dagsettur þann 7. febrúar 2019.

    c) Uppfærsla á rekstrarmódeli með umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag.

    Til umræðu hvort og hvenær ætti að uppfæra rekstrarmódel sem fylgdi með umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag en VSÓ vann það rekstrarmódel fyrir vinnuhóp í undirbúningsferli umsóknar.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þörf á lántöku verði skoðuð í mars miðað við fyrirliggjandi greiðsluáætlun og felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga hjá Íbúðalánasjóði hversu langan tíma umsóknarferli og afgreiðsla á láni tekur.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda inn fyrirliggjandi drög að erindi til Lánasjóðs sveitarfélaga.
    c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að afla upplýsinga frá VSÓ á hvaða tímapunkti væri ákjósanlegt að uppfæra rekstrarmódelið.
    Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Enginn tók til máls.

19.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2019, nr. 8-10.

Málsnúmer 201902116Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:39.

Fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 14. febrúar, 19. febrúar og 14. mars 2019 lagðar fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

20.Frá 898. fundi byggðaráðs þann 28.02.2019; Beiðni um framlag vegna endurbóta á salernisaðstöðu - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201902152Vakta málsnúmer

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir samþykkt tilboð að upphæð kr. 12.791.950 frá Tréverki ehf. í framkvæmdir við umrædd baðherbergi. Ætlunin er að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð aldraða fyrir 11. mars n.k. vegna þessara framkvæmda en metnar eru ekki miklar líkur á að framlag komi úr sjóðnum. Stjórn Dalbæjar óskar eftir 7 m.kr. styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessara endurbóta. Til umræðu ofangreint.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7/ 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 6 (leiðrétting á númeraröð) við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé, Þórhalla Karlsdóttir situr hjá.

21.Frá 126. fundi landbúnaðarráðs þann 14.03.2019; Endurskoðun á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð.Fyrri umræða.

Málsnúmer 201902069Vakta málsnúmer

Á 126. fundi landbúnaðarráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu breytingar á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar hefur hér með endurskoðað samþykktir um hunda og kattahald og felur sviðsstjóra að senda samþykktirnar til umsagnar HNE og í framhaldinu til staðfestinga viðkomandi ráðuneytis. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.

22.Frá 316. fundi umhverfisráðs þann 15.03.2019; Tillaga um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns.

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu erindi frá íbúum við Hringtún og Miðtún vegna grenndarkynningar lóðanna Hringtún 17 og 19.
Á fundi sínum 19. febrúar 2019 fól sveitarstjórn sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi lóðanna Hringtún 17 og 19. Breytingin fólst í stækkun á byggingarreitum, aukningar á byggingarmagni og að heimilt sé að byggja parhús í stað einbýlishúsa á lóðunum við Hringtún 17 og 19 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 1 frá arkitektastofunni form ráðgjöf dags. 04.02.2019. Send voru út grenndarkynningargögn á sjö næstu nágranna og þeim kynnt tillagan og gefinn frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til umhverfisráðs innan fjögurra vikna, eða til miðvikudagsins 20. mars 2019. Þann 5. mars 2019 barst sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs sameiginlegt athugasemdarbréf vegna breytingartillögunnar frá átta næstu nágrönnum Hringtúns 17 og 19. Megininntak athugasemda nágrannanna lítur að túlkun á 43. gr. skipulagslaga þ.e.a.s. hvort fyrrgreinda breytingartillögu eigi að túlka sem óverulega breytingu sem er grenndarkynnt eða sem almenna deiliskipulagsbreytingu með málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Einnig gera nágrannarnir athugasemdir við breytingu á húsgerðum þ.e.a.s úr einbýlishúsum yfir í parhús. Einnig bárust erindi frá eigendum að Hringtúni 21 og 30 ásamt Miðtúni 3 og 4 þann 14. mars. Umhverfisráð leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Umhverfisráð telur að almennt séð sé ekki vera grundvallarmun á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa nema að því leyti að hús geta verið ólík í útliti. Væntanlega munu parhús ekki breyta yfirbragði hverfisins svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem komin er. Aukning umferðar vegna tveggja viðbótaríbúða er óveruleg og breytir ekki stöðu nágranna í neinum grundvallaratriðum. Umhverfisráðs leggur einnig til að gerðar verði eftirtaldar breytingar á grenndarkynntri tillögu á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún: 1. Að heildarbyggingarmagn á lóðum nr. 17 og 19 verði aukið úr 260 m² í 300 m². 2. Að lóð nr. 17 við Hringtún verði stækkuð um 94.3 m² á kostnað lóðar nr. 19. 3. Að byggingarreitir lóða nr. 17 og 19 við Hringtún séu stækkaðir um 1 m til vesturs. 4. Að norðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð um 2 m til suðurs, og verði eftir breytingu 5 m frá norðurlóðarmörkum í stað 3 m. 5. Að suðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð til suðurs um 4.2 m. 6. Að byggingarreit lóðar nr. 19 við Hringtún verði hliðrað um 4.2 m til suðurs. 7. Að austurmörk byggingarreita verði óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með ofantöldum breytingum frá áður grenndarkynntri tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu á þessum lið:

"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna Hringtúns. Sveitarstjórn vísar því til umhverfisráðs að fara vel yfir og kortleggja öll svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt væri að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par-og raðhúsum. Tillögurnar yrðu lagðar fyrir byggðaráð og niðurstöður færu í framhaldinu í almenna kynningu.

Rökstuðningur:
Það er stefna sveitarstjórnar að fjölga íbúum í Dalvíkurbyggð. Í lið 24 verður til afgreiðslu ný húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2019-2027.
Þar kemur fram að áætluð fjölgun í sveitarfélaginu um 25 íbúa kallar á um 10 nýjar íbúðir og er þörfin áætluð þannig:
3 fjölbýli
6 par-og raðhús
1 einbýli
Eftirspurn í nýbyggingum undanfarin ár hefur verið mest í minni eignir og eins og er er engin skipulögð lóð laus fyrir parhús eða raðhús á Dalvík.
Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna."


Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

23.Frá 316. fundi umhverfisráðs þann 15.03.2019; Frá Ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024

Málsnúmer 201903059Vakta málsnúmer

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 13. mars 2019 óskar Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.

24.Frá 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019; Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Á 900. fundi byggðaráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 899. fundi byggðaráðs þann 7. mars s.l. var eftirfarandi bókað: Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð drög frá VSÓ eftir yfirferð starfsmanna innanhúss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. "

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.



Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

25.Frá 898. fundi byggðaráðs þann28.02.2019; Starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs - Tillaga um ráðningu

Málsnúmer 201901056Vakta málsnúmer

Til máls tók:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:55.
Varaforseti Guðmundur St. Jónsson tók því við fundarstjórn.

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið." Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu. Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar. "

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs um ráðningu Gísla Bjarnasonar í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn býður nýjan sviðsstjóra velkominn til starfa.

26.Sveitarstjórn - 310, frá 19.02.2019

Málsnúmer 1902014FVakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:56 og tók við fundarstjórn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs