Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga dags. 06.02.2019 þar sem athygli er vakin á drögum að reglum um sérkröfur til skólabifreiða sem nú eru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.
Í drögunum koma m.a. fram kröfur til merkinga skólabifreiða og um öryggisbúnað á borð við 3ja punkta öryggisbelti, upphækkunarsessur, sjúkrakassa og slökkvibúnað. Þá er gerð sú krafa að bifreið sem notuð er til flutnings skólabarna gangist árlega undir aðalskoðun, jafnvel þó um fólksbifreið sé að ræða, enda er ökutækið þá notað í atvinnuskyni til farþegaflutninga líkt og leigubifreið eða eðalvagn, en slíkar bifreiðar skal færa árlega til aðalskoðunar. Krafa um leyfisskoðun skólabifreiða helst óbreytt og skal hún fara fram árlega líkt og aðrar leyfisskoðanir.
Þá er bent á, að einnig er gerð krafa um, að skólabifreið sé ekki skráð fyrir standandi farþega og eru slíkar bifreiðar þannig útilokaðar frá notkun sem skólabifreiðar. Þetta er lagt til þar sem flestar hópbifreiðar sem skráðar eru með standandi farþega eru ekki búnar öryggisbeltum í sætum. Með þessu er leitast eftir því að hvert barn sem ferðast með skólabifreið eigi sitt sæti búið viðeigandi öryggisbúnaði.
Umsagnarfrestur er 22. febrúar nk.
Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna í Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 3-11.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla sátu fundinn undir liðum 3-11.
Friðrik Arnarson sat fundinn undir liðum 8-11.