Fræðsluráð

234. fundur 20. febrúar 2019 kl. 08:00 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, Arna Arngrímsdóttir, fulltrúi starfsmanna Krílakots og Telma Björg Þórarinsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna á Krílakoti sátu fundinn undir liðum 1-7.
Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna í Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 3-11.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Dalvíkurskóla sátu fundinn undir liðum 3-11.
Friðrik Arnarson sat fundinn undir liðum 8-11.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir komu til fundar kl. 8:00

1.Flöggun Grænfána á Krílakoti

Málsnúmer 201902105Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti Grænfánaverkefnið sem Krílakot er þátttakandi í en leikskólinn mun flagga Grænfánanum í fjórða sinn næstkomandi föstudag þann 22.febrúar.
Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti að Grænfánaverkefninu, hluti þess er meðal annars samstarf við heimilisfólk á Dalbæ. Fræðsluráð óskar jafnframt Krílakoti til hamingju með flöggun Grænfána og hvetur börn og starfsfólk til áframhaldandi góðra verka.

2.Orðaleikur - þróunarverkefni Krílakot

Málsnúmer 201902106Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra, leikskólastjóri Krílakots sagði frá og kynnti þróunarverkefnið Orðaleik sem leikskólinn tekur þátt í ásamt Miðstöð skólaþróunar og leikskólanum Iðavöllum. Markmið verkefnisins er að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna í leikskólum, þróa aðgengilegt námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna og að námsefnið sé notendum að kostnaðarlausu og nýtist
bæði heima og í leikskóla.
Fræðsluráð fagnar því að leikskólinn sé hluti af þessu verkefni og telur það mikilvægan þátt í eflingu íslensku og málþroska.
Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson mættu til fundar kl. 08:30

3.Foreldrakönnun fræðslusviðs

Málsnúmer 201902104Vakta málsnúmer

Fjóla Dögg kennsluráðgjafi á fræðslu-og menningarsviði upplýsti fræðsluráð um stöðu foreldrakannana í skólum Dalvíkurbyggðar en þær eru lagðar fyrir í febrúar ár hvert.
Fræðsluráð leggur áherslu á að niðurstöður kannananna verði birtar á heimasíðum skólanna þegar þær liggja fyrir.

4.Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201902103Vakta málsnúmer

Skipulag og áherslur vegna skóladagatala fyrir skólaárið 2019-2020 ræddar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

5.Starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs 2019

Málsnúmer 201902101Vakta málsnúmer

Formaður fræðsluráðs fór yfir starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs fyrir árið 2019 og stöðu verkefna. Skólastjórnendur fóru yfir helstu verkefni sinna stofnana.
Fræðsluráð áformar að fara reglulega yfir starfsáætlun á fundum ráðsins.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

6.Lykiltölur um leik- og grunnskóla 2017 eftir sveitarfélögum

Málsnúmer 201901073Vakta málsnúmer

Ár hvert vinnur hag- og upplýsingasvið Sambands ísl.sveitarfélaga úr gögnum Hagstofu og ársreikningum sveitarfélaga upplýsingar um skólahald í leik- og grunnskólum. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir og kynnti lykiltölur um leik-og grunnskóla fyrir árið 2017.

Einnig teknar fyrir niðurstöður úr skólavoginni 2017 en það eru samanburðartölur m.v. önnur sveitarfélög um hina ýmsu rekstrarþætti leik-og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

7.Áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu

Málsnúmer 201901084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 25.01.2019 þar sem vakin er athygli á því að komin eru inn á samráðsgátt stjórnvalda áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Opið er fyrir samráð og umsagnir til 4. febrúar.

Umræddar lagabreytingar snúast m.a. um að kennarar afli sér kennsluréttinda í námi sínu óháð tilteknu skólastigi með einu grunnleyfisbréfi. Sveitarfélög eru hvött til þess að kynna sér áformin og senda inn eigin umsögn sjái þau ástæðu til þess.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir fóru af fundi kl.09:08
Friðrik Arnarsson mætti til fundar kl. 09:10

8.Fundargerðir fagráðs

Málsnúmer 201811046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 10. desember 2019, 14. og 28. janúar og 11.febrúar 2019.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

9.Kynning á hlutverki og skipan fagráðs eineltis í grunn-og framhaldsskólum

Málsnúmer 201901091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Menntamálastofnun um hlutverk og skipan fagráðs eineltismála í grunn-og framhaldsskólum.

Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Hægt er að vísa eineltismálum til fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn á þeim innan skóla eða sveitarfélags eða vegna meints aðgerðaleysis sömu aðila. Skal þá fagráðið veita ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast. Öll mál sem send eru til fagráðsins eru skoðuð og metin og síðan tekin fyrir í fagráði að uppfylltum skilyrðum um málsmeðferð.

Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig aðilar sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum.

Fagráðið starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis, en umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun.
Fræðsluráð fagnar skipan fagráðs eineltismála.

10.Opnað fyrir umsóknir í endurmenntunarsjóð grunnskóla 2019

Málsnúmer 201901092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.01.2019 um opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir skólaárið 2019-2020.

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2019-2020 er til og með 21. febrúar 2019.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum:
skóli margbreytileikans
heilbrigði og velferð nemenda
efling íslenskrar tungu í öllum námsgreinum
Lagt fram til kynningar og umræðu.

11.Niðurstöður lesferils janúar

Málsnúmer 201902107Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarsson og Jónína Garðarsdóttir kynntu helstu niðurstöður úr fyrirlögn Lesferils í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar fyrir yfirferð á niðurstöðum.

Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir, Friðrik Arnarsson, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson fóru af fundi kl. 10:00

12.Samningur um skólaakstur

Málsnúmer 201902102Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri kynnti stöðu samnings um skólaakstur. Unnið hefur verið eftir samningi um skólaakstur 2017-2020 en eftir er að ganga frá samningnum og viðauka með formlegum hætti.

Farið yfir samninginn og viðauka.
Fræðsluráð samþykkir að fela sveitarstjóra að uppfæra samninginn og viðauka samkvæmt ábendingum sem fram komu á fundinum.

Fræðsluráð samþykkir að skoðað verði að nýta ákvæði í útboði og samningi um framlengingu á samningnum til tveggja ára þannig að samningurinn gildi út árið 2022.

Fræðsluráð vísar samningnum með áorðnum breytingum til umræðu í byggðaráði og til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

13.Starfsáætlun fræðsluráðs 2019

Málsnúmer 201901009Vakta málsnúmer

Á 233.fundi fræðsluráðs þann 9.janúar voru kynnt drög að starfsáætlun fræðsluráðs 2019. Eftirfarandi var bókað:
"Lagt fram til kynningar og umræðu, fræðsluráð felur starfsmönnum skólaskrifstofu að vinna drög að starfsáætlun."

Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að starfsáætlun fræðsluráðs 2019.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

14.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir deildir 04010-04280 undir málaflokki 04.
Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga dags. 06.02.2019 þar sem athygli er vakin á drögum að reglum um sérkröfur til skólabifreiða sem nú eru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.

Í drögunum koma m.a. fram kröfur til merkinga skólabifreiða og um öryggisbúnað á borð við 3ja punkta öryggisbelti, upphækkunarsessur, sjúkrakassa og slökkvibúnað. Þá er gerð sú krafa að bifreið sem notuð er til flutnings skólabarna gangist árlega undir aðalskoðun, jafnvel þó um fólksbifreið sé að ræða, enda er ökutækið þá notað í atvinnuskyni til farþegaflutninga líkt og leigubifreið eða eðalvagn, en slíkar bifreiðar skal færa árlega til aðalskoðunar. Krafa um leyfisskoðun skólabifreiða helst óbreytt og skal hún fara fram árlega líkt og aðrar leyfisskoðanir.

Þá er bent á, að einnig er gerð krafa um, að skólabifreið sé ekki skráð fyrir standandi farþega og eru slíkar bifreiðar þannig útilokaðar frá notkun sem skólabifreiðar. Þetta er lagt til þar sem flestar hópbifreiðar sem skráðar eru með standandi farþega eru ekki búnar öryggisbeltum í sætum. Með þessu er leitast eftir því að hvert barn sem ferðast með skólabifreið eigi sitt sæti búið viðeigandi öryggisbúnaði.

Umsagnarfrestur er 22. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Fjóla Dögg Gunnarsdóttir starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Fjóla Dögg Gunnarsdóttir Kennsluráðgjafi