Ungmennaráð - 20, frá 19.02.2019

Málsnúmer 1902015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
  • Fyrsti fundur nýs ungmennaráðs eftir ungmennaþing sem haldið var í janúar. Á því þingi var kosið nýtt ungmennaráð til næstu tveggja ára.
    Eftirtaldir aðilar voru kosnir inn í ungmennaráð Dalvíkurbyggðar 2019-2021
    Daníel Rosazza
    Magnús Rosazza
    Rebekka Ýr Davíðsdóttir
    Þormar Ernir Guðmundsson
    Þröstur Ingvarsson

    Kjósa þarf formann ráðsins á fyrsta fundi ásamt því að fara yfir helstu verkefni og hlutverk ungmennaráðs.
    Ungmennaráð - 20 Farið var yfir drög að nýju erindisbréfi sem á eftir að samþykkja. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum fundargátt, boðleiðir og verkferla ásamt því að fara yfir helstur verkefni ungmennaráðs.
    Ungmennaráð samþykkir með 5 atkvæðum að Þröstur Ingvarsson verði formaður fyrsta árið og Magnús Rosazza til vara og Magnús Rosazza verði formaður seinni árið og Þröstur Ingvarsson til vara.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda samþykkt ungmennaráðs um formann og varaformann.
  • Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

    Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála."
    Ungmennaráð - 20 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ráðstefnan "Ungt fólk og lýðræði" fer fram 10.-12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

    Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir ferðakostnað.
    Ungmennaráð - 20 Ráðið samþykkir að senda Magnús og Daníel á ráðastefnuna svo framarlega sem starfsmaður fæst með í ferðina. Kostnaður bókast á lið 06040.-
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs.
  • .4 201902081 Reglur hjólabrautar
    Fara þarf yfir reglur sem settar voru við hjólabrautina til bráðabirgða í sumar. Ungmennaráð - 20 Málinu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar (kosningaaldur), 356. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
    Ungmennaráð - 20 Ungmennaráð telur frumvarpið af hinu góða og finnst mikilvægt að fræðsla til ungra kjósenda fari fram og verði framkvæmd af óháðum aðilum. Einnig telur ráðið að ekki ætti að takmarka aldur í ungmennaráðum sveitarfélaga við 16 ára, þó að aldur til sveitarstjórnarkosninga verði lækkaður. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðið sumar var gerð könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluti ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megin tilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
    Ungmennaráð - 20 Málinu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.