Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28, frá 27.02.2019

Málsnúmer 1902021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    a) Rafpóstur frá Form ráðgjöf ehf.

    Á fundinum var farið yfir rafpóst dagsettur þann 21. febrúar 2019 frá Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt frá Form ráðgjöf ehf., er varðar fund með Kötlu ehf. þann 15. febrúar 2019 um atriði á teikningum og hönnun.

    b) Fundargerð frá Form ráðgjöf ehf.

    Á fundinum var farið yfir fundargerð frá 26. febrúar 2019 frá Form ráðgjöf ehf. er varðar fund Ágústar Hafsteinssonar með Kötlu ehf. um ýmis atriði er snýr að hönnun og teikningum.

    c) Ákvörðun um eftirlitsmann.

    Áframhald á umræðu um val á eftirlitsmanni með verkinu fyrir hönd félagsins.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28 a) Stjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti þau atriði sem velt var upp og framkvæmdastjóra var falið að senda afgreiðslu og ábendingar frá stjórn.
    b) Stjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti þau atriði sem velt var upp og framkvæmdastjóra var falið að senda afgreiðslu og ábendingar frá stjórn.
    c) Berki Þór var falið að óska eftir tilboði frá Eflu og leggja fyrir fund stjórnar sem allra fyrst.
  • .2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform; lántaka
    a) Fyrirhuguð lántaka.

    Til umræðu hvenær þörf er á að hefja lántöku og hvaða valkostir standa félaginu til boða.

    b) Drög að bréfi til Lánasjóðs sveitarfélaga.

    Guðrún Pálína kynnti drög að bréfi til Lánasjóðs sveitarfélaga er varðar fyrirspurn lánveitingu til húsnæðisjálfseignarstofnunar og möguleika á láni. Einnig var farið yfir áðursend svör frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar lánsfjármögnun vegna framkvæmda við búsetukjarna fyrir fatlað fólk, sbr. rafpóstur dagsettur þann 7. febrúar 2019.

    c) Uppfærsla á rekstrarmódeli með umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag.

    Til umræðu hvort og hvenær ætti að uppfæra rekstrarmódel sem fylgdi með umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag en VSÓ vann það rekstrarmódel fyrir vinnuhóp í undirbúningsferli umsóknar.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 28 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þörf á lántöku verði skoðuð í mars miðað við fyrirliggjandi greiðsluáætlun og felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga hjá Íbúðalánasjóði hversu langan tíma umsóknarferli og afgreiðsla á láni tekur.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að senda inn fyrirliggjandi drög að erindi til Lánasjóðs sveitarfélaga.
    c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að afla upplýsinga frá VSÓ á hvaða tímapunkti væri ákjósanlegt að uppfæra rekstrarmódelið.
    Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Enginn tók til máls.