Veitu- og hafnaráð

83. fundur 06. mars 2019 kl. 08:00 - 09:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Rúnar Ingvarsson vék af fundi 8:45.

1.Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar en núgildandi reglugerð er frá árinu 2008. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Lögð fram til kynningar.

2.Enduskoðun áhættumats og verndaráætlun.

Málsnúmer 201601021Vakta málsnúmer

Með rafpósti frá 05.01.2016 barst eftirfarandi:
"Samkvæmt Evrópureglugerð nr. 725/2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu og 35. gr. reglugerðar nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar þarf að fara fram heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun hafnaraðstöðu á fimm ára fresti hjá höfnum sem falla undir reglur Siglingaverndar. Síðasta heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun fyrir Dalvíkurhöfn fór fram árið 2009 og hefði því átt að fara fram árið 2014."

Erfitt hefur reynst að nálgast frumgögnin en þau eru komin í hús núna svo hægt var að uppfæra þau m.t.t. nafnabreytinga og aðrar minni háttar viðbætur. Við þær miklu breytingar sem framundan eru vegna tilkomu Austurgarðs verður nauðsynlegt að endurskoða verndaráætlun Dalvíkurhafnar aftur í upphafi næsta árs.
Verndaráætlunin, sem hér er til umfjöllunar, hefur verið send til Samgöngustofu sem er með hana til yfirferðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var gert ráð fyrir að bjóða út frágang á þekju, rafmagnsvinnu vegna landtengingu skipa og lýsingu svæðisins. Ný gerð útboðsganga langt komin og óskar sviðstjóri heimildar ráðsins til að bjóða þessa verkþætti út nú í mars, í tvennu lagi, þ.e. jarð- og lagnavinnu og þá verkþætti sem snúa að rafmagni. Niðurstaða útboðanna verða svo á fundi ráðsins í apríl.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að heimila sviðstjóra að bjóða út verkþætti þekju og rafmagns vegna Austurgarðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

4.Varðandi eyðingu á vargfugli

Málsnúmer 201902167Vakta málsnúmer

Bréf barst frá Meindýravörnum Norðurlands, dagsett 27.02.2019, þar sem kynnt var eyðing á vargfugli í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

5.Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2019

Málsnúmer 201902129Vakta málsnúmer

Kominn er tími til að endurskoða Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, en núgildandi reglugerð er frá árinu 1999. Fyrir fundinum liggja drög að breytinum þar sem er búið að staðfæra hana að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Lögð fram til kynningar.

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Málið tekið af dagskrá.

7.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Hauganess.
Veitu- og hafnaráð vekur athygli á því að fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hafnasvæðið á Hauganesi og óskar eftir því að haft verði samráð við ráðið varðandi þá uppbyggingu sem skipulagið mun taka til á hafnasvæðinu. Einnig er nauðsyn á því að færa inn á uppdráttinn þau mannvirki sem eru fyrir á svæðinu. Jafnframt óskar ráðið eftir því að mörk hafnasvæðis verði endurskoðað í tengslum við þá vinnu sem framundan er.
Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag.

8.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. febrúar 2019 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitu- og hafnarsviðs vegna skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað deiliskipulag útfrá þeim hagsmunum sem snýr að ráðinu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
 • Kristján Hjartarson aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs