Endurskoðun á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201902069

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 124. fundur - 14.02.2019

Til kynningar endurskoðaðar samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð
Farið var yfir tillögur að breytingum og sviðsstjóra falið að leggja fyrir ráðið uppfærð drög á næsta fundi.

Landbúnaðarráð - 126. fundur - 14.03.2019

Til umræðu breytingar á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar hefur hér með endurskoðað samþykktir um hunda og kattahald og felur sviðsstjóra að senda samþykktirnar til umsagnar HNE og í framhaldinu til staðfestinga viðkomandi ráðuneytis.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Á 126. fundi landbúnaðarráðs þann 14. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu breytingar á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar hefur hér með endurskoðað samþykktir um hunda og kattahald og felur sviðsstjóra að senda samþykktirnar til umsagnar HNE og í framhaldinu til staðfestinga viðkomandi ráðuneytis. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Landbúnaðarráð - 132. fundur - 07.05.2020

Til umræðu samþykktir um hunda- og kattahald og framfylgd þeirra.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Akureyrarbæ um framfylgd samþykktanna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Landbúnaðarráð - 134. fundur - 20.08.2020

Til umræðu samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð og lagt fram tilboð frá Icelandic Pets PLUS fyrir skráningarkerfi fyrir gæludýr.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að kanna málið frekar.