Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um framlag vegna endurbóta á salernisaðstöðu

Málsnúmer 201902152

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn að nýju kl. 08:35.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 20. febrúar 2019, þar sem fram kemur að Dalbær, heimili aldraðra, sendi inn erindi síðast liðið haust og óskaði eftir styrk frá Dalvíkurbyggð, annars vegar vegna bílakaupa og hins vegar vegna bráðnauðsynlegra endurbóta á nokkrum baðherbergjum á heimilinu. Sveitarstjórn samþykkir í fjárhagsáætlun 2019 6,0 m.kr. styrk vegna kaupa á nýrri bifreið. Nú liggur fyrir samþykkt tilboð að upphæð kr. 12.791.950 frá Tréverki ehf. í framkvæmdir við umrædd baðherbergi. Ætlunin er að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð aldraða fyrir 11. mars n.k. vegna þessara framkvæmda en metnar eru ekki miklar líkur á að framlag komi úr sjóðnum. Stjórn Dalbæjar óskar eftir 7 m.kr. styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessara endurbóta.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um styrk að upphæð kr. 7.000.000 vegna framkvæmda við baðherbergi.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7/ 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir samþykkt tilboð að upphæð kr. 12.791.950 frá Tréverki ehf. í framkvæmdir við umrædd baðherbergi. Ætlunin er að senda inn umsókn í Framkvæmdasjóð aldraða fyrir 11. mars n.k. vegna þessara framkvæmda en metnar eru ekki miklar líkur á að framlag komi úr sjóðnum. Stjórn Dalbæjar óskar eftir 7 m.kr. styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessara endurbóta. Til umræðu ofangreint.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7/ 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 6 (leiðrétting á númeraröð) við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 7.000.000 við deild 02400 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé, Þórhalla Karlsdóttir situr hjá.