Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899, frá 07.03.2019

Málsnúmer 1903004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Til afgreiðslu:
7. liður.
8. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

    Ofangreindir skipa vinnuhóp um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Birni Friðþjófssyni og Kristjáni Ólafssyni fyrir hönd UMFS.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og UMFS um uppbyggingu íþróttasvæðis. Börkur Þór og Þorsteinn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 08:57.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð leggur áherslu á að fyrir liggi frá UMFS endanleg kostnaðaráætlun með fjármögnun ásamt rekstraráætlun fyrir framkvæmdinni áður en gengið verður frá samningi um uppbyggingu á íþróttasvæðinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var eftirfarandi samþykkt:

    "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við VSÓ Ráðgjöf ehf á grundvelli tilboðs að því gefnu að húsnæðisáætlunin muni uppfylla ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 frá 21.desember 2018."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frá VSÓ drög að húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að ofangreind drög verði yfirfarin innanhúss á milli funda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

    Til umræðu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019."

    Með fundarboðið byggðaráðs fylgdu tillögur vinnuhópanna, sem eru vinnuskjöl innanhúss. Vinnuhóparnir voru 6 talsins:

    Vinnuhópur 2; Félagsmálasvið.
    Vinnuhópur 3; Fræðslumál.
    Vinnuhópur 4; Menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál.
    vinnuhópur 5; Umhverfis- og tæknisvið.
    Vinnuhópur 6; Veitu- og hafnasvið.
    Vinnuhópur 7; Fjármála- og stjórnsýslusvið.

    Í hverjum vinnuhópi voru 5; 4 kjörnir fulltrúar og sviðsstjóri viðkomandi fagsviðs. Sveitarstjóri vann með vinnuhópi 4 og sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs með vinnuhópi 3.

    Vinnuhópur 1 er byggðaráð og starfsmenn byggðaráðs.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til fagráðanna eftir því sem við á til umfjöllunar, sem trúnaðarmál á vinnslustigi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 201901070 Trúnaðarmál
    Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899
  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt að stefnt yrði að íbúafundi í febrúar 2019 um framtíð Gamla skóla. Sveitarstjóri fór yfir minnisblað er varðar fyrirkomulag íbúafundarins sem og tíma- og dagssetningu. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 17:00 og felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fundarins í samræmi við minnisblaðið.

    Á fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var ákveðið að fundurinn færi fram fimmtudaginn 28. febrúar n.k., það er að segja í dag kl. 17:00.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra hvað varðar vinnuhópa á íbúafundinum.

    Til umræðu ofangreint.

    Lagt fram til kynningar."


    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samantektir 5 vinnuhópa frá íbúafundinum um eftirfarandi umfjöllunarefni:
    Hópur 1 - Sala húsnæðis
    Hópur 2 - Safnasafn
    Hópur 3 - Safn og útleiga
    Hópur 4 - Eingöngu útleiga
    Hópur 5 - Hugarflæði, nýjar hugmyndir

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 a) Byggðaráð færir sínar bestu þakkir þeim er höfðu tök á að mæta á íbúafundinn fyrir góðan fund, líflegar umræður og þátttökuna í vinnuhópunum. Hópstjórum eru færðar einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á.
    Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftifarandi bókað:

    "Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.
    a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
    b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað innanhúss fyrrverandi sveitarstjóra frá 29. mars 2016 um undirbúningsfund í september 2015 vegna vinabæjamóts í Lundi í júní 2016 og minnispunktar innanhúss frá fyrrverandi upplýsingafulltrúa eftir vinabæjamótið í Lundi 2016.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 27. febrúar 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Skíðafélagi Dalvíkur, kt. 490381-0319, um rekstrarleyfi vegna skíðaskálans Brekkusel; Flokkur III - Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir um að ofangreint leyfi verði veitt með fyrirvara um umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 28. febrúar 2019, þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj.kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.

    Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar og sendast á meðfylgjandi formi í s.l. 30. apríl nk. Kynningarfundur verður haldinn 13. mars nk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráði finnst verkefnið mjög áhugavert en sökum verkefnastöðu þá hefur Dalvíkurbyggð ekki tök á að sækja um þátttöku. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.),542. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars n.k.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Byggðaráð vísar ofangreindu til skoðunar í umhverfisráði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem fram kemur að Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi,184. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars nk.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 868 frá 22. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 15. febrúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.