Íþrótta- og æskulýðsráð

109. fundur 05. mars 2019 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Þórunn Andrésdóttir formaður
 • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
 • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Verklagsreglur vegna birtinga á skjölum út á vefinn

Málsnúmer 201810101Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar reglur Dalvíkurbyggðar um birtingu gagna með fundargerðum. Reglum þessum er ætlað að auka aðgang íbúa Dalvíkurbyggðar að gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækjum þess og samtaka sem það á aðild að, sem lögð eru fram í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins eftir því sem lög og reglugerðir heimila sem og í samræmi við stefnur Dalvíkurbyggðar. Almenna reglan er sú að birta skal öll gögn á vef sveitarfélagsins sem lögð eru fyrir ráð og nefndir nema erindi frá einstaklingum, þau eru ekki birt nema viðkomandi óski þess. Óheimilt er þó að birta gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, bréfaskrif við sérfróða aðila til afnota í dómsmálum, vinnuskjöl og innri minnisblöð, gögn er tengjast málefnum einstakra starfsmanna, gögn sem þagnarskylda gildir um og óski málsaðili sérstaklega eftir að gögn birtist ekki. Ef réttmætur vafi er á því hvort lög heimili birtingu gagna skulu þau að jafnaði ekki birt.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþrótta- og leikjaskóli á Dalvík

Málsnúmer 201902146Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis þar sem félagið leggur til að stofnaður verði Íþrótta- og leikjaskóli Dalvíkurbyggðar. Með erindinu fylgdu drög að fyrirkomulagi og verklýsing ásamt fleiri fylgiskjölum. Við gerð fyrirkomulagsins voru íþrótta- og leikjaskólar hjá KA og Þór hafðir að leiðarljósi. Félagið myndi reka skólann og er óskað eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum að launakostnaði starfsmanna og útvegi aðgang að aðstöðu sveitarfélagsins og aðstoð fengist frá vinnuskóla.
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur vel í hugmyndina og telur verkefnið metnaðarfullt. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2019 í slíkt verkefni. Mikilvægt er að svona stór verkefni sem þarfnast fjármagns komi til ráðsins að hausti áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst. Vísar því ráðið erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020 næsta haust. Ráðið telur það einnig heppilegt að ef af verkefninu verði, þá verði það sett í heildar samning við félagið.

3.Verk- og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201902018Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að verk og tímaáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs. Þar er að finna verkefni sem þarf að skipuleggja og framkvæma á hverju ári, s.s. kjör á íþróttamanni ársins og vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs. Slík verk- og tímaáætlun mun hjálpa til að ekki gleymist að undirbúa og fjalla um föst verkefni ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin og leggur áherslu á að skjalið verð uppfært eftir þörfum.

4.Fundargerðir stýrhóps um heilsueflandi samfélag 2019

Málsnúmer 201903010Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag frá 13. febrúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Málsnúmer 201902079Vakta málsnúmer

Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísl Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar veitir endurgjöf á störf nemenda.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram og kynnti fjárhagslegt stöðumat 1/1-31/12 2018 fyrir málaflokk 06.
Lagt fram til kynningar.

7.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð frá síðasta fundi ráðsins. Hann gerði grein fyrir þeim athugsemdum sem komið hafa, enn er ekki búið að klára að funda með öllum félögum.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir þær athugsemdir sem hafa komið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að halda áfram að funda með þeim félögum sem eftir eru og frestar ráðið frekari umræðu um málið til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Þórunn Andrésdóttir formaður
 • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
 • Jónína Guðrún Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi