Umhverfisráð

316. fundur 15. mars 2019 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Kynning á votlendissjóðnum

Málsnúmer 201902154Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags 19.02.2019 frá Bjarna Jónssyni f.h. Votlendissjóðsins, kynning á sjóðnum sem er sjálfseignarstofnun og ekki rekin í hagnaðarskyni. Hlutverk sjóðsins er að vinna að endurheimt votlendis í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Lagt fram til kynningar

2.Varðandi eyðingu á vargfugli

Málsnúmer 201902167Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsingar erindi frá Ólafi Pálma Agnarssyni vegna eyðingar á vargfugli.
Umhverfisráð vill ítreka við bréfritara að tryggja að ekki stafi hætta eða ónæði af eyðingunni fyrir vegfarendur eða íbúa og gott samstarf sé haft við fyrirtæki og sveitarfélagið.

3.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1903073Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 14. mars 2019 óskar Þröstur Stefánsson fyrir hönd Ástré verk ehf eftir lóðinni við Lokastíg 6 samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um lóð

Málsnúmer 1903044Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10. mars 2019 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni við Hringtún 23, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjanda.
Samykkt með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201711004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Einar Ísfeld og Erin Jorgensen eftir framlengingu á umsókn um lóðina Skógarhólar 10 um eitt ár.
Umhverfisráð fellst á framlengingu úthlutunarinnar, en leggur áherslu á að umsækjendur skili inn teikningum samkvæmt gr. 4 í gildandi úthlutunarreglum.
Samþykkt með fimm atkvæðum

6.Grenndarkynning vegna lóðanna við Hringtún 17 og 19, Dalvík

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá íbúum við Hringtún og Miðtún vegna grenndarkynningar lóðanna Hringtún 17 og 19.
Á fundi sínum 19. febrúar 2019 fól sveitarstjórn sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi lóðanna Hringtún 17 og 19.
Breytingin fólst í stækkun á byggingarreitum, aukningar á byggingarmagni og að heimilt sé að byggja parhús í stað einbýlishúsa á lóðunum við Hringtún 17 og 19 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr. 1 frá arkitektastofunni form ráðgjöf dags. 04.02.2019.
Send voru út grenndarkynningargögn á sjö næstu nágranna og þeim kynnt tillagan og gefinn frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til umhverfisráðs innan fjögurra vikna, eða til miðvikudagsins 20. mars 2019.
Þann 5. mars 2019 barst sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs sameiginlegt athugasemdarbréf vegna breytingartillögunnar frá átta næstu nágrönnum Hringtúns 17 og 19.
Megininntak athugasemda nágrannanna lítur að túlkun á 43. gr. skipulagslaga þ.e.a.s. hvort fyrrgreinda breytingartillögu eigi að túlka sem óverulega breytingu sem er grenndarkynnt eða sem almenna deiliskipulagsbreytingu með málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Einnig gera nágrannarnir athugasemdir við breytingu á húsgerðum þ.e.a.s úr einbýlishúsum yfir í parhús. Einnig bárust erindi frá eigendum að Hringtúni 21 og 30 ásamt Miðtúni 3 og 4 þann 14. mars.
Umhverfisráð leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting.
Umhverfisráð telur að almennt séð sé ekki vera grundvallarmun á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa nema að því leyti að hús geta verið ólík í útliti. Væntanlega munu parhús ekki breyta yfirbragði hverfisins svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem komin er. Aukning umferðar vegna tveggja viðbótaríbúða er óveruleg og breytir ekki stöðu nágranna í neinum grundvallaratriðum.
Umhverfisráðs leggur einnig til að gerðar verði eftirtaldar breytingar á grenndarkynntri tillögu á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún:
1.
Að heildarbyggingarmagn á lóðum nr. 17 og 19 verði aukið úr 260 m² í 300 m².
2.
Að lóð nr. 17 við Hringtún verði stækkuð um 94.3 m² á kostnað lóðar nr. 19.
3.
Að byggingarreitir lóða nr. 17 og 19 við Hringtún séu stækkaðir um 1 m til vesturs.
4.
Að norðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð um 2 m til suðurs, og verði eftir breytingu 5 m frá norðurlóðarmörkum í stað 3 m.
5.
Að suðurmörk byggingarreits lóðar nr. 17 við Hringtún verði færð til suðurs um 4.2 m.
6.
Að byggingarreit lóðar nr. 19 við Hringtún verði hliðrað um 4.2 m til suðurs.
7.
Að austurmörk byggingarreita verði óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með ofantöldum breytingum frá áður grenndarkynntri tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201903018Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. mars 2019 óskar Ágúst Birgisson eftir byggingarleyfi fyrir tveimur vélageymslum ásamt gestahúsi að litlu-Hámundarstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um framkvæmdar og byggingarleyfi

Málsnúmer 201903021Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd UMFS eftir framkvæmdar og byggingarleyfi á íþróttasvæði UMFS vegna gervigrasvallar með hitalögn, flóðlýsingar og aðstöðuhýsis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdar og byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um breytingu á lóðarmörkum við Öldugötu 26 og Ægisgötu 29-31 á Árkógssandi

Málsnúmer 201903022Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Sigbjörn Kjartansson f.h. Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 lóðarhafa Öldugötu 26, Ægisgötu 29 og 31 Árskógssandi eftir leyfi til þess að stækka lóðirnar Öldugata 26, Ægisgata 29 samanlagt um 3.261.7 m² á kostnað Ægisgötu 31, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Það er mat Umhverfisráðs þar sem umrædd breyting snertir ekki aðra en umsækjanda og sveitarfélagið að fyrrgreind stærðarbreyting á lóðunum þremur sé óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr. Breytingar á deiliskipulagi í skipulagslögum 123/2010, en þar segir:
„Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.2„
Sviðsstjóra er falið að veita umbeðna breytingu og útbúa nýja lóðarleigusamninga í samræmi við það ásamt því að tilkynna breytinguna til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Framkvæmdir Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2019

Málsnúmer 201810081Vakta málsnúmer

Til umræðu drög frá Vegagerðinni að breytingum á gatnamótum Hafnarbrautar,Skíðabrautar og Grundargötu, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir nýja legur gatnanna og felur sviðsstjóra að leita samráðs við nærliggjandi lóðarhafa að lausnum fyrir reitinn framan við Ungó fyrir næsta fund ráðsins.

11.Göngustígur frá Olís að Árgerði

Málsnúmer 201902085Vakta málsnúmer

Til umræðu og kynningar samningsdrög frá Vegagerðinni ásamt kostnaðaráætlun vegna gögnustígs frá Olís að Árgerði sunnan Dalvíkur
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur svisstjóra að óska eftir viðauka vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í hönnun á árinu 2019.
Samþykkt með fimm atkvæðum

12.Til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál.

Málsnúmer 201902171Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. febrúar 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.),542. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. mars n.k, en erindinu var vísað til skoðunar umhverfisráðs á 899. fundi byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar

13.Ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024

Málsnúmer 201903059Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13. mars 2019 óskar Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs