Starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs - þarfagreining og auglýsing

Málsnúmer 201901056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað.

Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið.


Þórunn vék af fundi kl. 13:35.

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, sat fundinn undir þessum lið í hans stað. Til umræðu þarfagreining og auglýsing á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar þar sem Hlynur Sigursveinsson hefur látið af störfum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið. Þórunn vék af fundi kl. 13:35. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir yfirferð ráðningarnefndar og sveitarstjóra hvað varðar starfslýsingu og tillögu að auglýsingu um starfið.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu um starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Capacent um ráðningarferli og auglýsa starfið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum máli kl. 13:32 vegna vanhæfis.

Á 894. fundi byggðaráð þann 24. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs;
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu um starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Capacent um ráðningarferli og auglýsa starfið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs."

Sveitarstjóri kynnti tillögu að starfslýsingu fyrir starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs eftir yfirferð sína.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda starfslýsingu eins og hún liggur fyrir, Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

Fræðsluráð - 235. fundur - 13.03.2019

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar. "

Fræðsluráð óskar Gísla til hamingju með nýtt starf.
Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á að sviðsstjóri komi sem fyrst til starfa.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Til máls tók:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:55.
Varaforseti Guðmundur St. Jónsson tók því við fundarstjórn.

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið." Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu. Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar. "

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu byggðaráðs um ráðningu Gísla Bjarnasonar í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn býður nýjan sviðsstjóra velkominn til starfa.