Fræðsluráð - 235, frá 13.03.2019

Málsnúmer 1903005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

  • Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað hvað varðar starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfið verði auglýst laust til umsóknar og samþykkir jafnframt að leita til Capacent hvað varðar aðstoð við ráðningarferlið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara starfslýsingu fyrir starfið og gera tillögu að auglýsingu um starfið."

    Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði og sveitarstjórn, unnu að úrvinnslu og sátu viðtöl í ráðningarferlinu.

    Katrín og Guðmundur leggja til að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar. "

    Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð óskar Gísla til hamingju með nýtt starf.
    Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á að sviðsstjóri komi sem fyrst til starfa.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sif Jóhannesdóttir, nýráðin verkefnastjóri hjá Símey kynnti starfið sitt og starfsemina í námsveri SÍMEY hér á Dalvík. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð þakkar Sif fyrir góða kynningu á starfsemi Símey og býður hana velkomna til starfa. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir ósk frá skólunum um breytingar á upplýsingakerfum þeirra. Ósk um breytingar felst í því að fara úr því að nota kerfið Námfús og yfir í kerfin Mentor og Karellen. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð samþykkir að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór E. Gunnþórsson, formaður fræðsluráðs ræddi tillögu um að stjórnendur skóla færu yfir stöðu verkefna m.a. út frá starfsáætlun fræðslu-og menningarsviðs. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð leggur til að á hverjum fundi kynni stjórnendur skólanna þau verkefni sem eru í gangi og það helsta sem er framundan. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skólastjórnendur lögðu fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2019-2020.

    Fræðsluráð - 235 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla fóru yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir í febrúar. Fræðsluráð - 235 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerð fagráðs frá 4.mars 2019. Fræðsluráð - 235 Lagt framt til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla sagði frá umsókn Dalvíkurskóla í Endurmenntunarsjóð kennara. Umsóknin felur í sér námskeið fyrir kennara þar sem farið verður í leiðir til þess að efla og styrkja sjálfsmynd og sjálfsstraust barna og unglinga. Að auki er styrkurinn hugsaður fyrir fræðslu til foreldra sem og eftirfylgni við kennara. Fræðsluráð - 235 Fræðsluráð fagnar þessari umsókn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .9 201901038 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Fræðsluráð - 235 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.