Ósk um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024

Málsnúmer 201903059

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 316. fundur - 15.03.2019

Með innsendu erindi dags. 13. mars 2019 óskar Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Á 316. fundi umhverfisráðs þann 15. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 13. mars 2019 óskar Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.