Félagsmálaráð

227. fundur 08. mars 2019 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902157Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201902157

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201903041Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 20190341

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201903040Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201903040

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi um starfsemi og rekstur Dalvíkurbygggðar, vinnuhóp 2 félagsmálasvið. Farið yfir tillögur vinnuhópsins.

5.Kynning við stefnumótun í málefnum barna

Málsnúmer 201903001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 22. febrúar 2019 frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgörð þeirra og þjónustu. Fram kemur í bréfinu að ráðherra hafi boðað heildarendurskoðun á barnaverndarlögum, endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi með áherslu á snemmtæka íhlutun og samvinnu kerfa. Vakin er athygli að að framundan er vinna við þessa endurskoðun á lögum og aðgerðum. Skipuð hefur verið þverpólitísk nefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Hins vegar geta einstaklingar sem hafa áhuga á slíkri vinnu komið upplýsingum á framfæri og/eða óskað eftir þátttöku í hliðarhópum og opnum fundum.
Lagt fram til kynningar.

6.Hagstofuskýrsla 2018

Málsnúmer 201902064Vakta málsnúmer

Lögð fram Hagstofuskýrsla fyrir félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018. Í Hagstofuskýrslu kemur fram að félagsþjónusta sinnir 47 heimilum með heimilsþjónustu og alls fengu 29 heimili fjárhagsaðstoð á árinu.
Lagt fram til kynningar.

7.Mánaðarlegar stöðuskýrslur bókhalds vs. áætlun 2019

Málsnúmer 201902133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frávikagreining félagsmálasviðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2018 sem og staðan á fjármálum sviðsins það sem af er ári 2019
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál.

Málsnúmer 201902147Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21.febrúar. Sent var til umsagnar þingsályktun um velferðartækni, 296. mál.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.

Málsnúmer 201902148Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21.febrúar til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255.mál
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál.

Málsnúmer 201901111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 31.janúar 2019. Til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóð aldraðra) 306. mál.
Erindi þetta var einnig tekið fyrir á fundi byggðaráðs þann 11.febrúar 2019 og var eftirfarandi bókað:

201901111 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál.

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs og senda upplýsingar um ofangreint til hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar.


Lagt fram til kynningar.

11.Sameiginlegur fundur félagsmálanefnda Fjallabyggðar og félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201903034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagsmálanefnd Fjallabyggðar dags. 12.febrúar 20109 en þar kemur fram að félagsmálanefnd Fjallabyggðar óski eftir fundi með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar. Tilgangur fundarins er að ræða ýmis sameiginleg verkefni s.s. málefni fatlaðs fólks, notendaráð félagsþjónustu og önnur þau mál er varða félagsþjónustu sveitarfélaganna. Lagt er til að fundur verði haldinn á Siglufirði í mars.
Félagsmálaráð þakkar fyrir gott boð og samþykkir að koma til fundar við félagsmálanefnd Fjallabyggðar.

12.Samningur um bifreiðakaup

Málsnúmer 201811094Vakta málsnúmer

Á fundi félagsmálaráðs 225.fundi var tekið fyrir erindi vegna styrkveitingar í bílakaup á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Þar var bókað; Félagsmálaráð leggur til að samningurinn verði ítarlegri og felur sviðsstjóra að vinna frekar að endurskoðun samnings með hjúkrunarforstjóra Dalbæjar og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar.
Lagður er fram endurskoðaður samningur sbr. bókun ráðsins.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samning.

13.Hjólasöfnun 2019

Málsnúmer 201903036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Barnaheill dags. 25.02.2019 þar sem kynnt er að Barnaheill- Save the children á Íslandi hefji von bráðar hjólasöfnun sína í áttunda sinn. Frá upphafi hjólasöfnunar hafa hátt í 1800 börn notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna-barnahreyfingu IOGT og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu félagsþjónustu og verða sendar þaðan. Barnaheill hefur síðan samband við skjólstæðinga vegna úthlutunar. Barnaheill hefur verið í samstarfi við Eimskip/Flytjanda sem hafa flutt hjólin á milli landshluta.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að auglýsa hjólasöfnunina á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og aðstoða fólk við að sækja um.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi