Skipulagsráð

39. fundur 15. október 2025 kl. 14:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Gunnar Ágústsson frá Yrki arkitektum lagði fram og kynnti tillögu á vinnslustigi að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og að tillagan verði kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Íbúafundur verður haldinn á kynningartíma tillögunnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Birnunes - umsókn um skipulag fyrir frístundabyggð

Málsnúmer 202507025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.júlí 2025 þar sem Kjartan Gústafsson sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Birnuness. Fyrirhugað er að skipuleggja 8 lóðir sem hver um sig verður 1 ha að stærð. Áformin kalla á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12.ágúst sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju gögn um áformin.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til samræmis við erindið.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún heimili umsækjanda að leggja fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag frístundabyggðar skv. 2.mgr. 38.gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406092Vakta málsnúmer

Kynningu vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 405-ÍB sunnan Dalvíkur lauk þann 5.júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 með breytingu á mörkum íbúðabyggðar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur, unnin af Cowi verkfræðistofu.
Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nafn á hverfið og götum innan þess á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Dalbæ og Karlsrauðatorg.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda, skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir að A-gata fá heitið Melastígur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga á þann veg að íbúðarsvæði ofan við Dalbæ verði breytt til baka í þjónustusvæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Hafnargata 4 - umsókn um endurnýjun sjólagnar

Málsnúmer 202510048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.október 2025 þar sem Ocean EcoFarm ehf. sækir um leyfi til endurnýjunar og nýtingar á sjólögn sem liggur um 750 m út frá Hafnargötu 4 á Hauganesi.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun sjólagnar þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Útgáfa framkvæmdaleyfis er þó háð samþykki þar til bærra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámatjald

Málsnúmer 202509126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.september 2025 þar sem Vélvirki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 220 m2 gámatjald í krikanum sunnan Sunnutúns og austan Martraðar.
Meðfylgjandi eru afstöðu- og útlitsmynd.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 29.september sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar ítarlegri gögn hafa borist.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandskeiði 1, 2 og 6, Hafnarbraut 16, 18, 19B, 21, 22, 25 og 26 auk Bjarkarbrautar 11 og 13.
Afla skal samþykkis hafnarstjóra fyrir áformunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202510017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2025 þar sem Már Kristinsson sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir gám við Sandskeið.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

9.Breyting á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202510006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1.október sl. þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal í Siglufirði.
Umsagnarfrestur er veittur til 13.október en óskað hefur verið eftir framlengdum fresti.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2032 - umsagnarbeiðni um skipulagsbreytingu vegna Fljótaganga

Málsnúmer 202506070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1.október sl. þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.
Umsagnarfrestur er veittur til 13.október 2025 en óskað hefur verið eftir framlengdum fresti.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Ásvegur 12 - umsókn um stækkun húsnæðis

Málsnúmer 202508130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.ágúst 2025 þar sem Jónína Björk Stefánsdóttir sækir um stækkun íbúðarhúss á lóð nr. 12 við Ásveg.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Katrín Sif Ingvarsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Ásvegi 10, 13 og 15 og Hólavegi 13, 15 og 17.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

12.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2026.
Frestað til næsta fundar.

13.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 551992

Málsnúmer 202509085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Náttúruhamfaratryggingar Íslands, dagsett 10.september sl., þar sem vakin er athygli á 16.gr. laga nr. 55/1992 (Lög um náttúruhamfaratryggingu Íslands), þar sem kveðið er á um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti þegar byggt er á svæðum með fyrirfram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.
Lagt fram til kynningar.

14.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

Málsnúmer 202509124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Íslands, dagsett 22.september 2025, þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar stunda megi landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 202501031Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 7. og 8.fundar, dags. 18.september og 8.október 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi