Félagsmálaráð

288. fundur 09. september 2025 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir R
Dagskrá
Nimnual Khaklong boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í tíma.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202509060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202509060

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Handavinnustarfið

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög af samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum drög að samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.

3.Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrktarsamningur við félag eldri borgara tímabilið 2025-2027
Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum styrktarsamning við félag eldri borgara á tímabilinu 2025-2028.

4.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar drög að samningi við Akureyrarbæ um yfirtöku á barnaverndarþjónustu í Dalvíkurbyggð. Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs 04.09.2025, 1156. fundi þar sem bókað var "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Akureyrarbær um Barnaverndaþjónustu og vísar samningi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Lagt fram til kynningar.

5.Uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

Málsnúmer 202507054Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar uppfærðar leiðbeiningar frá Stjórnarráði Íslands um uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.
Lagt fram til kynningar.

6.Afmælisráðstefna

Málsnúmer 202507079Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 13.05.2025 boð á afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verður í Hofi, á Akureyri 15. september 2025
Lagt fram til kynningar.

7.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.

Málsnúmer 202506113Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi sem barst 23.06.2025 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þar kemur fram að 19. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni til sveitarfélags um fjárstuðning við starfsemi Stígamóta

Málsnúmer 202509004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 01.09.2025 um beiðni um framlag til starfsmeni Stígamóta fyrir árið 2026.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með fjórum greiddum atkvæðum og vill halda áfram að styrkja sambærileg úrræði í nærumhverfinu.

9.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202406048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsstaða félagsmálasviðs fyrir árið 2025. Farið var yfir viðaukabeiðnir vegna fjárhagsstöðunnar
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 202509034Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir vinnugögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2026, farið yfir tímaramma sem og áherslur og markmið vegna fjárhagsáætlunar.
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir drög að gjaldskrá fyrir árið 2026, miðað við uppgefnar forsendur á hækkun.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjölskyldusameining - fylgdarlaus börn

Málsnúmer 202509035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Barnaverndarstofu dags. 11.06.2025 þess eðlis að samningur stjórnvalda við Rauða kross Íslands er varðar aðstoð við fylgdarlaus börn vegna umsóknar um fjölskyldusameiningar var ekki endurnýjaður á þessu ári. Rauði krossinn er því hættur frá 1. júlí að aðstoða flóttafólk, þar með talin fylgdarlaus börn við umsóknir um fjölskyldusameiningu. Dómsmálaráðuneytið hefur tekið við fjölskyldusameiningum frá Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.

13.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 202509044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 18.08 2025 þar sem kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga er boðað til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin 78 sjá um fræðsluna er markmiðið er að auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir R