Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer
Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045 lauk þann 11.nóvember sl.
Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Akureyrarbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði, Minjastofnun Íslands, Rarik, Hörgársveit, veitu- og hafnaráði Dalvíkurbyggðar, Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Hafrannsóknarstofnun, Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skíðafélagi Dalvíkur, Ferðafélagi Svarfdæla, Norðurorku, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun, Landsneti og Hestamannafélaginu Hring, auk þess sem ábendingar bárust frá íbúum á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.