Skipulagsráð

40. fundur 12. nóvember 2025 kl. 14:00 - 16:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hesthúsasvæði Ytra-Holti - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409139Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag hesthúsasvæðis í Hringsholti.

Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Athafnasvæði við Sandskeið - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409138Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Landslagi ehf. kynnti lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag athafnsvæðis við Sandskeið á Dalvík.

Anna Kristín sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Auk hennar sátu fundinn í fjarfundabúnaði Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að nýju Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045 lauk þann 11.nóvember sl.
Umsagnir bárust frá Fiskistofu, Akureyrarbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði, Minjastofnun Íslands, Rarik, Hörgársveit, veitu- og hafnaráði Dalvíkurbyggðar, Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Hafrannsóknarstofnun, Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skíðafélagi Dalvíkur, Ferðafélagi Svarfdæla, Norðurorku, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun, Landsneti og Hestamannafélaginu Hring, auk þess sem ábendingar bárust frá íbúum á svæðinu.
Lagt fram til kynningar. Umsagnir og ábendingar verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við nýtt aðalskipulag.

4.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði og efnistökusvæði í Þorvaldsdal í tengslum við áform um vatnsaflsvirkjun.
Kynningu vinnslutillögu fyrir breytinguna lauk þann 23.júlí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, slökkviliði Dalvíkur, Fjallabyggð, Náttúrufræðistofnun, Fiskistofu, Hörgársveit og Landsneti.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal, unnin af Eflu verkfræðistofu. Tilagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 5 MW vatnsaflsvirkjunar, stíflu og stöðvarhúss, ásamt lagingu vegslóða og 3,7 km langrar aðrennslispípu auk efnistökusvæðis.
Kynningu vinnslutillögu fyrir skipulagsáformin lauk þann 23.júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun, Náttúruverndarstofnun, Fiskistofu, Ferðafélagi Svarfdæla og Landsneti.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu tillaga framkvæmdaraðila að stækkun fyrirhugaðs frístundasvæðis við Hauganes.
Tillagan gerir ráð fyrir sex 40 m2 smáhýsum á svæði norðan megin við núverandi tjaldsvæði, ásamt því að staðsetningu fyrirhugaðs hótels hefur verið breytt.
Skipulagsráð hafnar tillögu að stækkun frístundabyggðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu tillaga að breytingu á legu gatna í fyrirhuguðu íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar.

8.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dags. 30.október 2025, þar sem gerð er tillaga að hliðrun Gunnarsbrautar til austurs og útfærslu umferðareyja í Sunnutúni/Hafnarbraut og Sjávarbraut/Gunnarsbraut til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10.september sl.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting eftir auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík til samræmis við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Deiliskipulag Hauganess - endurskoðun

Málsnúmer 202511064Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingu á deiliskipulagi Hauganess þar sem lóðarstærðir við götur sem merktar eru A-holt og B-holt eru lagfærðar og fyrirkomulag gatna og íbúðasamsetning eru endurskoðuð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Stækkun kirkjugarðs við Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202510116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.október 2025 þar sem Steinunn Elfa Úlfarsdóttir f.h. Kirkjugarða Dalvíkursóknar sækir um stækkun kirkjugarðsins á Dalvík.
Fyrirhuguð stækkun markast af lóðamörkum sunnan og norðan við núverandi garð og 25 m til vesturs frá núverandi lóðarmörkum.
Skipulagsráð vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Goðabraut 2 - umsókn um viðbyggingu fyrir byggðasafn

Málsnúmer 202510066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.október 2025 þar sem Björk Hólm Þorsteinsdóttir f.h. vinnuhóps um byggðasafn sækir um heimild til viðbyggingar við menningarhúsið Berg fyrir byggðasafn.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar frekari gögn um fyrirhugað mannvirki hafa borist.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum nálægra lóða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Hringtún 5 - umsókn um byggingu smáhýsis

Málsnúmer 202511010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.október 2025 þar sem Anna Kristín Guðmundsdóttir sækir um heimild til byggingar 15 m2 smáhýsis á lóð nr. 5 við Hringtún á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 3 og Miðtúni 1, auk þess sem samþykki framkvæmdasviðs skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Karlsrauðatorg 7 - umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202510121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2025 þar sem Jóhann Einar Jónsson f.h. Stormfjalla ehf. sækir um breytta notkun húsnæðis á lóð nr. 7 við Karlsrauðatorg. Fyrirhugað er að breyta notkun úr safnahúsi í gististarfsemi fyrir allt að 10 manns.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Karlsrauðatorgi 5, 9 og 11 og Kambhóli.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Hafnarbraut 18 - umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202510117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.október 2025 þar sem Viktoría Katrín Oliversdóttir sækir um breytta notkun húsnæðis á lóð nr. 18 við Hafnarbraut á Dalvík.
Fyrirhugað er að breyta hluta húsnæðisins í hársnyrtistofu.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 16 og 22-24 og Bjarkarbraut 11 og 13, auk þess sem skriflegt samþykki allra þinglýstra lóðarhafa Hafnarbrautar 18 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Hafnargata 4 - umsókn um endurnýjun sjólagnar

Málsnúmer 202510048Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 15.október sl. var tekin fyrir umsókn Ocean EcoFarm ehf. um endurnýjun sjólagnar sem liggur um 750 m út frá Hafnargötu 4 á Hauganesi og samþykkti skipulagsráð að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir áformunum.
Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Færiband á skíðasvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202511065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.nóvember 2025 þar sem Hörður Elís Finnbogason f.h. Skíðafélags Dalvíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun og uppsetningu færibands á skíðasvæðinu á Dalvík.
Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og leyfi Náttúruverndarstofnunar.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202504019Vakta málsnúmer

Lögð fram til áframhaldandi umræðu drög að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístundalóðir í Dalvíkurbyggð verði hluti af gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir janúar - október 2025 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi