Umhverfis- og dreifbýlisráð

35. fundur 05. september 2025 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði formaður fram tillögu um að máli 202505019 yrði bætt á dagskrá fundarins. Málinu var vísað til Umhverfis- og dreifbýlisráðs frá Veitu- og hafnaráði.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir.

2.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu helstu framkvæmda ársins.

3.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Til umræðu gjaldskrár ársins 2026.

4.Fjárhagsáætlunargerð 2026, ýmis umhverfisverkefni

Málsnúmer 202508051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, dagsett þann 18. ágúst sl. þar sem meðal annars koma fram hugmyndir að verkefnum er varða leiksvæði, strandlengjuna, útsýnispall og útsýnissvæði, Lágina, umhverfi ærslabelga og skólalóð Dalvíkurskóla.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi, eftir því sem við á, til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs, umhverfis- og dreifbýlisráðs, fræðsluráðs, skipulagsráðs og byggðaráðs, í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
1. Leiksvæði í Hringtúni.
Ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu á leiksvæði í Hringtúni. Verið er að klára stíg og setja upp lýsingu. Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar gerð dvalarsvæðis og gróðursvæða til fjárhagsáætlunar 2026.

2. Nýtt fjölskyldu, leik- og æfingasvæði í gróðurlundi við Kirkjubrekku.
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur ekki þörf á breytingum á þessu svæði og hafnar því erindinu. Uppbyggingu á stíg frá Dalbæ að Hólavegi er vísað í þriggja ára áætlun.

3. Strandlengjan
Á fjárhagsáætlun 2025 er hönnun á þessu svæði og gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu á næstu árum.

4 . Útsýnispallur í Múla
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur að ekki sé tímabært að setja þetta verkefni á áætlun.

5. Leiksvæði í Hjarðarslóð og Skógarhólum
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á nýju leiksvæði í Skógarhólum og mun umhverfisfrágangur þar verða kláraður sumarið 2026. Tillaga vinnuhóps um leiksvæði gerir ekki ráð fyrir leiksvæði í Hjarðarslóð.

6. Lágin
Unnið er að jarðvegsskiptum og hellulögn á stígum, uppsetningu á lýsingu og bættum tengingum í Láginni þessa dagana. Gert er ráð fyrir lokafrágangi sumarið 2026.

7. Útsýnisstaðir á Hauganesi og Árskógssandi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2026.

8. Gervigras/fallvarnarefni umhverfis ærslabelgi.
Nú þegar er fallvarnarefni umhverfis alla ærslabelgi í sveitarfélaginu. Ef vilji er til að bæta enn betur umhverfi ærslabelgs á skólalóð tengist það hönnun lóðarinnar og framkvæmdum á henni.

9. Skólalóð Dalvíkurskóla
Erindinu er vísað til vinnuhóps um skólalóð Dalvíkurskóla.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun 2026; útrýming á ágengum plöntum

Málsnúmer 202508049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerð verði áætlun um eyðingu kerfils meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu sem og að unnin verði áætlun um eyðingu lúpínu á ákveðnum svæðum, s.s. í nánasta umhverfi Árskógarskóla.
Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að eyðing á óæskilegum gróðri meðfram þjóðvegum heyri undir Vegagerðina. Ráðið leggur til að eyðing á lúpínu og kerfli í landi sveitarfélagsins verði vísað til þriggja ára áætlunar. Deildarstjóra er falið að vinna áætlun þar sem listuð eru upp helstu áherslusvæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2026; úrbætur og uppbygging á svæði við gervigrasvöllinn

Málsnúmer 202508054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, dagsett þann 18. ágúst sl., er varðar uppbyggingu og úrbætur á svæði við gervigrasvöllinn á Dalvík.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið fyrir á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og fól þar íþróttafulltrúa að fá nánari upplýsingar um sundurliðun á kostnaði og koma með fullmótaða tillögu inn á næsta fund hjá ráðinu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun Íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem íþróttafulltrúa var falið að fá nánari upplýsingar um sundurliðun á kostnaði og koma með fullmótaða tillögu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Fjárhagsáætlun 2026; aðgangur að gervigrasvelli

Málsnúmer 202508055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ingimari Guðmundssyni, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem lagt er til að gerðar verði upphitaðar tröppur niður að Dalvíkurvelli með vísan í að íbúar í sveitarfélaginu geta nýtt sér upphitaðan stíg í kringum vallarsvæðið sér til heilsueflingar.
Byggðaráð samþykkir á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl.að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið fyrir á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og fól íþróttafulltrúa að taka þetta mál inn í heildaráætlun um frágang á vallarsvæði í samráði við UMFS.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir bókun Íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem íþróttafulltrúa var falið að taka erindið inn í heildaráætlun um frágang á vallarsvæðinu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.Fjárhagsáætlun 2026; hjólastígur

Málsnúmer 202508065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Lindu Andersson, dagsett þann 18. ágúst sl., þar sem fram kemur ánægja með lagningu hjólreiðarstígs. Komið er á framfæri þeirri hugmynd meðal íbúa sunnan Árskógarskóla að með því að annað hvort setja fínni möl ofan á eða fara yfir með grjótmulningsvél væri hægt að hjóla á stígnum strax á þessu ári, þó svo að hann verði fullkláraður síðar samkvæmt áætlun.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs og skipulagsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Byggðaráð óskaði eftir að fá fullmótaða og samdræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum.
Göngu- og hjólastígur á þessu svæði er á áætlun næstu ára.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun 2026; leikvellir og leiktæki

Málsnúmer 202507073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá Súsönnu Svansdóttur, dagsett þann 15. júlí sl., er varðar umhverfi hoppubelga, leikvalla og leiktæki í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkti á 1155. fundi sínum þann 21. ágúst sl. að vísa ofangreindu erindi til vinnuhóps sveitarfélagsins um leikvelli og leiksvæði, íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028. Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð fjallaði um erindið á 176. fundi sínum þann 26. ágúst sl. og lagði til að sett yrði viðeigandi efni í kringum ærslabelgi í sveitarfélaginu. Ráðið benti einnig á að vinnuhópur um leikvelli er að störfum og hans hlutverk sé að setja upp framtíðarplan varðandi framkvæmdir á leikvöllum.
Erindinu er vísað til vinnuhóps um hönnun skólalóðar Dalvíkurskóla og vinnuhóps um leiksvæði í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Breytingar á stoppistöð landsbyggðarstrætó á Dalvík

Málsnúmer 202508097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni, dagsett 19. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir viðbrögðum Dalvíkurbyggðar við fyrirhugaðar breytingar á stoppistöð Strætó á Dalvík í tenglum við nýtt leiðarkerfi landsbyggðarvagna.
Í erindinu kemur fram að Vegagerðin hyggst færa stoppistöð frá Skíðabraut 21 (Olís) að gangstétt framan við Hafnarbraut 1. Tillagan gerir ráð fyrir uppsetningu á staur og yfirborðamerkingu á Hafnarbraut.

Umhverfis- og dreifbýlisráð telur framlagða tillögu Vegagerðarinnar ekki nógu metnaðarfulla og auki jafnvel slysahættu. Deildarstjóra er falið að vinna svar þar sem athugasemdum sveitarfélagsins er komið á framfæri.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Viðhald á vegum í framdölum Svarfaðar- og Skíðadals

Málsnúmer 202508112Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar erindi Dalvíkurbyggðar til Vegagerðarinna er varða viðhald á þjóðvegum í framdölum Svarfaðar- og Skíðadals og viðhald á eldri brúm.

12.Ársskýrlsa Náttúrufræðistofnunar - 2024

Málsnúmer 202508047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024.

13.Bakkavörn - vatnslögn í á - Bakki

Málsnúmer 202503019Vakta málsnúmer

Á 147.fundi veitu- og hafnaráðs þann 7.maí sl. kynnti veitustjóri niðurstöður mælinga og óskaði eftir að halda áfram vinnu við bakkavarnir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

Með fundargögnum fylgdi minnisblað frá Cowi sem inniheldur tillögur að tveim aðgerðum.
Tillaga A, lágmarks aðgerðir á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Tillaga B, lengri rofvörn á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Veitu- og hafnaráð samþykkti á 149. fundi sínum að vísa erindinu, hvað varðar rofvarnir, til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umræðu og afgreiðslu og fól veitustjóra að skoða hvort önnur staðsetning á vatnslögninni henti yfir ánna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur að erindið falli ekki undir málaflokka ráðsins enda um að ræða viðhald á innviðum vatsveitu og framkvæmdir í einkalandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar