Stofna lóð - landskipti - Hreiðarsstaðir - Hálendi, stærð 70,4ha

Málsnúmer 202309107

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Framkvæmdasýslu ríkisins ríkiseignir dags. 19.september sl., þar sem óskað er eftir að stofna lóðina/landið Hreiðarsstaðir - Hálendi. Landið er stofnað úr jörðinni Hreiðarsstaðir, L151938, Dalvíkurbyggð. Heildarstærð nýrrar lóðar er 70,4 ha. Einnig er óskað eftir landskiptum á landið.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur beiðni frá Framkvæmdasýslu ríkisins ríkiseignir dags. 19.september sl., þar sem óskað er eftir að stofna lóðina/landið Hreiðarsstaðir - Hálendi. Landið er stofnað úr jörðinni Hreiðarsstaðir, L151938, Dalvíkurbyggð. Heildarstærð nýrrar lóðar er 70,4 ha. Einnig er óskað eftir landskiptum á landið.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og heimilar sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum.