Okkar heimur á norður og austurlandi

Málsnúmer 202310024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 273. fundur - 10.10.2023

Tekið fyrir rafpóstur dags 5.október 2023 frá Elínu Karlsdóttur sálfræðingi og Elísabet Ýrr Steinarsdóttur, fjölskyldufræðingi fyrir hönd Okkar heims á norður og austurlandi. Erindi rafpóstsins er að vekja athygli á að mynda stýrihóp fyrir fyrirhugaða fjölskyldusmiðjur á Akureyri fyrir foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra. Þær Elín og Elísabet Ýrr munu halda utan um verkefni og vonast til að sem flestir geti lagt þeim lið varðandi þetta mikilvæga verkefni.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihóp Okkar heims á norður- og austurlandi.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir rafpóstur dags 5.október 2023 frá Elínu Karlsdóttur sálfræðingi og Elísabet Ýrr Steinarsdóttur, fjölskyldufræðingi fyrir hönd Okkar heims á norður og austurlandi. Erindi rafpóstsins er að vekja athygli á að mynda stýrihóp fyrir fyrirhugaða fjölskyldusmiðjur á Akureyri fyrir foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra. Þær Elín og Elísabet Ýrr munu halda utan um verkefni og vonast til að sem flestir geti lagt þeim lið varðandi þetta mikilvæga verkefni.Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihóp Okkar heims á norður- og austurlandi. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs um að tilnefna Þórhöllu Karlsdóttur í stýrihópinn "Okkar heimur á Norður- og Austurlandi".