Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024."

Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs að kynna íbúum tillögu að nýrri hönnun leikskólalóðar og sviðsstjóri leiti tilboða, kaupi tæki og koma verkefninu af stað miðað við fyrirliggjandi hönnun.
Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 286. fundur - 11.10.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti.
Fræðsluráð leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk,foreldra og íbúa, engar athugasemdir hafa borist.
Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að tryggt verði fjármagn að upphæð 70.000.000 kr. á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. sepember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 284. fundi fræðsluráðs þann 13.09.2023 var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir með stjórnendum leikskólans og vinna málið samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024." Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs að kynna íbúum tillögu að nýrri hönnun leikskólalóðar og sviðsstjóri leiti tilboða, kaupi tæki og koma verkefninu af stað miðað við fyrirliggjandi hönnun. Helgi Einarsson. Monika Margrét Stefánsdóttir. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Á 286. fundi fræðsluráðs þann 11. október sl. var leikskólalóð Krílakots til umfjöllunar. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti. Fræðsluráð bókaði að ráðið leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk, foreldra og íbúa. Engar athugasemdir hafa borist. Fræðsluráð leggur til við byggðaráð að tryggt verði fjármagn að upphæð kr. 70.000.000 á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári.

Á fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir 20 m.kr. og 20 m.kr. aftur árið 2024 í þriggja ára áætlun þannig að heildarkostnaður við verkið var áætlaður um 40 m.kr með hönnun. Samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum þá er áætlaður heildarkostnaður við verkið núna rúmar 85 m.kr. með fyrirvara þar sem hönnun er ekki lokið. Sú upphæð er þá án kostnaðar við hönnun og skv. samningi við Landmótun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2024.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 286. fundi fræðsluráðs þann 11. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk,foreldra og íbúa, engar athugasemdir hafa borist. Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að tryggt verði fjármagn að upphæð 70.000.000 kr. á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um hönnun á lóð Krílakots og samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að hönnun.

Fræðsluráð - 287. fundur - 08.11.2023

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fer yfir stöðu mála á verkefninu.
Fræðsluráð, leggur til að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð og sviðsstjóra falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 287. fundi fræðsluráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fer yfir stöðu mála á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð, leggur til að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð og sviðsstjóra falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð sem og að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hefji vinnu við gerð útboðsganga með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024.

Fræðsluráð - 288. fundur - 13.12.2023

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar.

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með þeirri breytingu að annað hvort leikskólastjóri eða aðstoðarleikstjóri eigi sæti í vinnuhópnum sem og enginn kjörinn fulltrúi. Fundargerðir vinnuhópsins og framvinda verkefnisins verði kynnt í fræðsluráði og byggðaráði. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 289. fundur - 17.01.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á verkefninu.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum og leggur til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri verði báðar í vinnuhópnum, með þeim rökum að báðar eru að vinna að þessu verkefni og þurfa að leysa hvor aðra af í fríum og eða forföllum.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með þeirri breytingu að annað hvort leikskólastjóri eða aðstoðarleikstjóri eigi sæti í vinnuhópnum sem og enginn kjörinn fulltrúi. Fundargerðir vinnuhópsins og framvinda verkefnisins verði kynnt í fræðsluráði og byggðaráði. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Á 289. fundi fræðsluráðs þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum og leggur til að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri verði báðar í vinnuhópnum, með þeim rökum að báðar eru að vinna að þessu verkefni og þurfa að leysa hvor aðra af í fríum og eða forföllum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkri erindisbréfð með eftirfarandi breytingu á vinnuhópnum. Í honum sitji

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Deildarstjóri Eigna -og framkvæmdadeildar

Leikskólastjóri

Aðstoðarleikskólastjóri"

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Verið er vinna útboðsgögn varðandi leikskólalóð. Fræðsluráð leggur til að flýta því verki eins og hægt er.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðuna á verkefninu.
Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að útboðsgögn fari til umsagnar i Byggðaráði þar sem ekki er kjörinn fulltrúi í vinnuhópi og eftir atvikum komi það inn til fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 292. fundur - 10.04.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár.
Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakot og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri á Krílakoti, fóru af fundi kl. 10:20.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vinnuhópur um leikskólalóð verði útvíkkaður og tilnefnir Benedikt Snæ Magnússon í vinnuhópinn.

Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Benedikt Snær Magnússon taki sæti í vinnuhópi um leikskólalóð Krílakots og að byggðaráð kalli eftir á fundum sínum framgangi mála.

Fræðsluráð - 293. fundur - 08.05.2024

Lagt fram til kynningar.
Drög að útboðsgögnum eru komin og búið er að boða til fundar hjá vinnuhópi strax eftir næstu helgi.

Byggðaráð - 1106. fundur - 08.05.2024

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 292. fundi fræðsluráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Útboðsgögn eru ekki klár."Niðurstaða:Til máls tóku: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vinnuhópur um leikskólalóð verði útvíkkaður og tilnefnir Benedikt Snæ Magnússon í vinnuhópinn. Lilja Guðnadóttir. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að Benedikt Snær Magnússon taki sæti í vinnuhópi um leikskólalóð Krílakots og að byggðaráð kalli eftir á fundum sínum framgangi mála."

Helga Íris og Halla Dögg viku af fundi kl. 14:07.
Lagt fram til kynningar.