Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna stóðréttadansleiks

Málsnúmer 202309078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1081. fundur - 28.09.2023

Lilja Guðnadóttir vék af fundi kl. 16:52 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna Stóðréttadansleiks að Rimum 7. október nk.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1081. fundi byggðaráðs þann 28. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lilja Guðnadóttir vék af fundi kl. 16:52 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna Stóðréttadansleiks að Rimum 7. október nk.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:49.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlitinu. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.