Frá Innviðaráðuneytinu; Til allra sveitarfélaga Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Innviðarráðuneytinu, dagsettur þann 29. september sl., þar sem fram kemur að með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Markmið ákvæðisins er rakið í greinargerð frumvarpsins sem varða að lögum nr. 96/2021. Þar kemur fram að með fækkun sveitarfélaga kunni að myndast víðáttumikil sveitarfélög, mögulega með fáum og stórum byggðakjörnum, en viðkvæmari byggð á öðrum svæðum innan sveitarfélaganna. Því er mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar varðandi þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu.
Einnig kemur fram í greinargerðinni að það sé á ábyrgð sveitarstjórnar að móta heildarstefnu fyrir hverja byggð eða byggðarlagi fyrir sig og gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum, t.d. skólahalds, ferða skólabíla, opnunartíma sundlauga, reksturs félagsheimila o.s.frv.

Til að markmiðum þessa ákvæðis verði betur náð hefur Byggðastofnun, að beiðni ráðuneytisins, unnið fyrirmynd og leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélags í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing sem eru að finna á vef ráðuneytisins.

Athygli er vakin á því að sveitarfélög geta með ýmsum hætti nálgast það hvernig þau móta sér stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum og leiðbeiningar þessar eru eingöngu dæmi um mögulega nálgun. Ráðuneytið vill þó árétta að sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að hafa samráð við íbúa um mótun og gerð stefnunnar og í leiðbeiningum.
Byggðaráð gerir athugasemdir við hversu seint ofangreindar leiðbeiningar og fyrirmynd eru á ferðinni frá ríkinu -sér í lagi þar sem þarf að hafa í huga að samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf byggðaráð að skila frumvarpi að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember ár hvert.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Innviðarráðuneytinu, dagsettur þann 29. september sl., þar sem fram kemur að með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Markmið ákvæðisins er rakið í greinargerð frumvarpsins sem varða að lögum nr. 96/2021. Þar kemur fram að með fækkun sveitarfélaga kunni að myndast víðáttumikil sveitarfélög, mögulega með fáum og stórum byggðakjörnum, en viðkvæmari byggð á öðrum svæðum innan sveitarfélaganna. Því er mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar varðandi þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Einnig kemur fram í greinargerðinni að það sé á ábyrgð sveitarstjórnar að móta heildarstefnu fyrir hverja byggð eða byggðarlagi fyrir sig og gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum, t.d. skólahalds, ferða skólabíla, opnunartíma sundlauga, reksturs félagsheimila o.s.frv. Til að markmiðum þessa ákvæðis verði betur náð hefur Byggðastofnun, að beiðni ráðuneytisins, unnið fyrirmynd og leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélags í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing sem eru að finna á vef ráðuneytisins. Athygli er vakin á því að sveitarfélög geta með ýmsum hætti nálgast það hvernig þau móta sér stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum og leiðbeiningar þessar eru eingöngu dæmi um mögulega nálgun. Ráðuneytið vill þó árétta að sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að hafa samráð við íbúa um mótun og gerð stefnunnar og í leiðbeiningum.Niðurstaða:Byggðaráð gerir athugasemdir við hversu seint ofangreindar leiðbeiningar og fyrirmynd eru á ferðinni frá ríkinu -sér í lagi þar sem þarf að hafa í huga að samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf byggðaráð að skila frumvarpi að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember ár hvert. Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun byggðaráðs og samþykkir jafnframt að þar sem leiðbeiningar og fyrirmynd frá ríkinu eru þetta seint á ferðinni þá metur sveitarstjórn það ótækt að vinna þjónustustefnuna samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027. Sveitarstjórn vill árétta að Dalvíkurbyggð hefur ítrekað kallað eftir leiðbeiningum og fyrirmynd frá ríkinu frá því að ákvæði um þjónustustefnuna var sett inn í sveitarstjórnarlög.