Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Skáldalækur Ytri

Málsnúmer 202210017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Með umsókn, dagsett 5. október 2022, óskar Íris Dagbjört Helgadóttir eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur af lóðunum og undirritað F-550 eyðublað Þjóðskrár.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 5. fundur - 14.12.2022

Á 4. fundi skipulagsráðs var frestað afgreiðslu umóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu.
Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi.
Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Á 4. fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2022 var frestað afgreiðslu umsóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu.
Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi. Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.
Tekin fyrir tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. 13. október 2023 frá Árna Ólafssyni arkitekt á Teikna teiknistofu þar sem lagt er til að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 verði breytt á eftirfarandi hátt:
Frístundasvæði 660-F í landi Skáldalæks ytri er breytt þannig að annars vegar er núverandi afmörkun svæðisins færð til samræmis við gildandi deiliskipulag og hins vegar er svæðið stækkað til suðurs og þar gert ráð fyrir þremur lóðum til viðbótar við þær fjórar sem þegar eru byggðar. Afmörkun landnotkunar tekur mið af veghelgunarsvæði en eignamörk geta náð út fyrir landnotkunarreit.
Breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins. Um er að ræða stækkun frístundahúsabyggðar með fjölgun úr fjórum í sjö hús og leiðréttingu á afmörkun núverandi svæðis. Stækkunin er utan veghelgunarsvæðis og að mestu utan túna. Ekki eru þekktar fornminjar á svæðinu en svæðið verður kannað m.t.t. þess áður en deiliskipulag verður samþykkt. Breytingin hefur engin áhrif á náttúruverndarsvæði eða vistgerðir, sem njóta sérstakrar verndar. Stækkunin er í samhengi við þá byggð sem fyrir er og nýtir sömu vegtengingu.


Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 4. fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2022 var frestað afgreiðslu umsóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu. Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi. Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.Niðurstaða:Tekin fyrir tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. 13. október 2023 frá Árna Ólafssyni arkitekt á Teikna teiknistofu þar sem lagt er til að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 verði breytt á eftirfarandi hátt: Frístundasvæði 660-F í landi Skáldalæks ytri er breytt þannig að annars vegar er núverandi afmörkun svæðisins færð til samræmis við gildandi deiliskipulag og hins vegar er svæðið stækkað til suðurs og þar gert ráð fyrir þremur lóðum til viðbótar við þær fjórar sem þegar eru byggðar. Afmörkun landnotkunar tekur mið af veghelgunarsvæði en eignamörk geta náð út fyrir landnotkunarreit. Breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins. Um er að ræða stækkun frístundahúsabyggðar með fjölgun úr fjórum í sjö hús og leiðréttingu á afmörkun núverandi svæðis. Stækkunin er utan veghelgunarsvæðis og að mestu utan túna. Ekki eru þekktar fornminjar á svæðinu en svæðið verður kannað m.t.t. þess áður en deiliskipulag verður samþykkt. Breytingin hefur engin áhrif á náttúruverndarsvæði eða vistgerðir, sem njóta sérstakrar verndar. Stækkunin er í samhengi við þá byggð sem fyrir er og nýtir sömu vegtengingu. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna vegna Skáldalækjar - Ytri samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK.