Reglugerð Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 202304143

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Á 119.fundi veitu- og hafnaráðs þann 24.október 2022 var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur að gjaldskrám Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2023. Vísað til byggðaráðs.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlagt minnisblað Sviðsstjóra um breytingar á samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð og felur Sviðsstjóra að vinna að tillögum að breytingu á samþykktinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Veitu- og hafnaráð felur sveitarstjóra að lögð verði fyrir næsta fund ráðsins tillaga að breytingu á samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvikurbyggð. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 127. fundur - 06.09.2023

Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 127. fundi veitu - og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftifarndi bókað:
"Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem samin er af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 127. fundi veitu - og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftifarndi bókað: "Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi drög að reglugerð."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem samin er af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglugerð fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.