Fjarlandanir og þróun í vigtunarmálum; Fiskistofa

Málsnúmer 202311003

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 129. fundur - 01.11.2023

Benedikt Snær upplýsti að á Hafnafundi sem haldinn var í Hafnarfirði þann 20.október sl. hafi komið fram að Fiskistofa sé að fara í þróunarverkefni í samstarfi við Hafnasamband Íslands um fjarvigtun í tveimur höfnum.
Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að hafnir Dalvíkurbyggðar óski eftir því að taka þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 129. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Benedikt Snær upplýsti að á Hafnafundi sem haldinn var í Hafnarfirði þann 20.október sl. hafi komið fram að Fiskistofa sé að fara í þróunarverkefni í samstarfi við Hafnasamband Íslands um fjarvigtun í tveimur höfnum. Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að hafnir Dalvíkurbyggðar óski eftir því að taka þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óski eftir að taka þátt í þróunarverkefni um fjarvigtun.