Ósk um sameiningu lóða Öldugötu 31, 33 og 35, Árskógssandi

Málsnúmer 202309104

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf dags. 15. septemtber 2023 þar sem lóðarhafi óskar eftir heimild til að sameina lóðirnar Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Óskað er eftir að byggingareitir lóðanna þriggja verði sameinaðir og nýtingarhlutfall lóðanna verði hækkað í 0.55. Fyrir er nýtingarhlutfall á lóð Öldugötu 31, 0.41/0.5 og á lóðunum Öldugata 33 og 35 er nýtingarhlutfallið 0.3/0.4.
Til skýringar segir í greinargerð með gildandi deiliskipulagi svæðisins í kafla „3.4.3 Nýtingarhlutfall. Miðað er við hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu 0,3 og 0,4 nema að annað sé tekið fram.
Um athafnalóðirnar gildir auk þess eftirfarandi; í þeim tilfellum þar sem um milliloft eða efri hæð er um að ræða er heimilt að fara með nýtingarhlutfallið uppí 0,4, en sé einungis um einnar hæðar byggingu er hámarksnýtingarhlutfallið 0,3.“
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir næsta fund ráðsins. Skipulagsráð setur fram skilmála um útlitsleg gæði bygginganna í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf dags. 15. septemtber 2023 þar sem lóðarhafi óskar eftir heimild til að sameina lóðirnar Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Óskað er eftir að byggingareitir lóðanna þriggja verði sameinaðir og nýtingarhlutfall lóðanna verði hækkað í 0.55. Fyrir er nýtingarhlutfall á lóð Öldugötu 31, 0.41/0.5 og á lóðunum Öldugata 33 og 35 er nýtingarhlutfallið 0.3/0.4. Til skýringar segir í greinargerð með gildandi deiliskipulagi svæðisins í kafla „3.4.3 Nýtingarhlutfall. Miðað er við hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu 0,3 og 0,4 nema að annað sé tekið fram. Um athafnalóðirnar gildir auk þess eftirfarandi; í þeim tilfellum þar sem um milliloft eða efri hæð er um að ræða er heimilt að fara með nýtingarhlutfallið uppí 0,4, en sé einungis um einnar hæðar byggingu er hámarksnýtingarhlutfallið 0,3.“Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir næsta fund ráðsins. Skipulagsráð setur fram skilmála um útlitsleg gæði bygginganna í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipuagsráðs og þá tillögu um að heimila umsækjanda, Laxós ehf., að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð.
- Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð.
- Hámarksvegghæð verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuð í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Lögð fram endurskoðuð drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð með þremur byggingarreitum. Ný lóð verður nr. 31 við Öldugötu.
- Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð.
- Hámarksvegghæð bygginga verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og skýringarmynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 17. fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Form ráðgjöf ehf. Breytingin gerir ráð fyrir eftirfarandi: - Lóðir nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu verði sameinaðar í eina lóð með þremur byggingarreitum. Ný lóð verður nr. 31 við Öldugötu. - Hámarksnýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,55 fyrir byggingar á einni hæð og 0,6 fyrir byggingar á einni hæð með millilofti eða efri hæð. - Hámarksvegghæð bygginga verði 8 m og hámarksmænishæð verði 11 m. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og skýringarmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda og framlagða tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi vegna Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Monika Margrét situr hjá.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl.
Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
"Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð."

Samþykkt með þremur atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu, Árskógssandi lauk þann 19. mars sl. Tólf athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnin verði endanleg skipulagstillaga í samræmi við framlögð gögn og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingatíma verði jafnframt lögð fram þrívíddarmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á lóð nr. 31 við Öldugötu. Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista leggur fram eftirfarandi bókun: "Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð." Samþykkt með þremur atkvæðum. Þorsteinn Ingi Ragnarsson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Katrín Sif Ingvarsdóttir K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins. "
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði frestað og málinu vísað til byggðaráðs til frekari umræðu. Byggðaráði er falið að ræða við umsækjendur og kanna aðrar leiðir til uppbyggingar starfsemi Laxós ehf. í Dalvíkurbyggð.

Monika Margrét Stefánsdóttir ítrekar bókun Þorsteins Inga Ragnarssonar fyrir hönd B-lista: Breyting þessi á deiliskipulagi gerir það að verkum að stærð og umfang bygginga er óæskilegt m.t.t. nálægðar við núverandi og fyrirhugaða íbúðabyggð.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.
b) Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði með bókun Moniku Margrétar, en 5 sitja hjá.