Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Rafrænt pósthólf - tilboð og innleiðing.

Málsnúmer 202310032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram erindi um heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi starfrænt pósthólf í gegnum Ísland.is. Um er að ræða lausn til að birta m.a. greiðsluseðla, sölureikninga og launaseðla. Metið er að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023 og gert er ráð fyrir mánaðarlegum kostnaði í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024.

Samkvæmt lögum um stafrænt pósthólf nr. 105/2021 þá er opinberum aðilum skylt að birta gögn í stafrænu pósthólfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1083. fundi byggðarráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram erindi um heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi starfrænt pósthólf í gegnum Ísland.is. Um er að ræða lausn til að birta m.a. greiðsluseðla, sölureikninga og launaseðla. Metið er að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023 og gert er ráð fyrir mánaðarlegum kostnaði í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2024. Samkvæmt lögum um stafrænt pósthólf nr. 105/2021 þá er opinberum aðilum skylt að birta gögn í stafrænu pósthólfi. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs heimild til að taka tilboði frá Wise varðandi stafrænt pósthólf í gegnum island.is.