Til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202309111

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 273. fundur - 10.10.2023

Tekin fyrir rafpóstur frá Aflinu, samtök gegn kynferðis- og/eða heimilisofbeldi dagsett 27.september 2023 þar sem Aflið óskar eftir styrkveitingu frá sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Aflið um 100.000,- krónur, tekið af lið 02-80-9145.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið og tók við fundarstjórn kl. 16:53.

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Aflinu, samtök gegn kynferðis- og/eða heimilisofbeldi dagsett 27.september 2023 þar sem Aflið óskar eftir styrkveitingu frá sveitarfélaginu. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Aflið um 100.000,- krónur, tekið af lið 02-80-9145. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs, vísað á lið 02-80-9145 í fjárhagsáætlun 2023.