Frá Friðriki Þórarinssyni; Umsókn á framkvæmdasviði - ósk um byggingaleyfi vegna íbúðarhúss og hesthúss

Málsnúmer 202307006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júli sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að bygginga íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegan þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu.

Brekkukot - íbúðarhús og skemma 2023
Kristján Eldjárn Hjartarson sækir f.h. eigenda Brekkukots (landeignarnúmer L151911) um byggingarleyfi vegna byggingar skemmu (hesthúss) og íbúðarhúss á jörðinni. Erindinu fylgir hnitsett afstöðumynd dags. 21. júní 2023 unnin af Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni.

Ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu og því leggur byggðaráð til að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar (innan 300 metra) lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. Grenndarkynningin skal ná til Snerru, Jarðbrúar, Brekkukots.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Á fundi byggðaráðs þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júlí sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu.

Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brekkukots 1, Snerru, Brekku og Jarðbrú frá 20. september til 12. október 2023 án athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júlí sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu. Niðurstaða:Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brekkukots 1, Snerru, Brekku og Jarðbrú frá 20. september til 12. október 2023 án athugasemda. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs er varðar beiðni um byggingaleyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni og samanber grenndarkynningu vegna erindsins og samþykkir erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að málinu verði vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.