Strengjalögn innan þéttbýlis á Dalvík

Málsnúmer 202310054

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Tekið fyrir erindi dags. 26. september 2023 frá Árna Grétari Árnasyni hjá RARIK þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu nýs háspennustrengs frá spennistöð 155 og upp að vatnsbóli.
Einnig er óskað eftir lóð vegna færslu á spennistöð 155 vestur fyrir Böggvisbraut.
Loks óskar RARIK eftir að fundin verði lagnaleið fyrir 33 kV streng sem fer til Ólafsfjarðar og 11 kV streng frá aðveitustöð að spennistöð 155 og þaðan í Sæplast.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjarðalínu að vatnsbóli.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26. september 2023 frá Árna Grétari Árnasyni hjá RARIK þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu nýs háspennustrengs frá spennistöð 155 og upp að vatnsbóli. Einnig er óskað eftir lóð vegna færslu á spennistöð 155 vestur fyrir Böggvisbraut. Loks óskar RARIK eftir að fundin verði lagnaleið fyrir 33 kV streng sem fer til Ólafsfjarðar og 11 kV streng frá aðveitustöð að spennistöð 155 og þaðan í Sæplast.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjarðalínu að vatnsbóli. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og veitir sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjaðrarlínu að vatnsbóli.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Rögnvaldur Guðmundsson f.h. Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Rögnvaldur Guðmundsson f.h. Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja í jörð frá aðveitustöð á Hrísum að spennistöð S058 við Sæplast. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Rarik þegar tilskilin gögn hafa borist.