Reglur - endurnýjun 2023

Málsnúmer 202310018

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 273. fundur - 10.10.2023

Teknar fyrir tillögur af uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð og NPA samninga í Dalvíkurbyggð miðað við nýjar leiðbeinandi reglur og breytingar á þeim reglugerðum sem fyrir voru.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum reglur um fjárhagsaðstoð og NPA samninga. Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 273. fundi félagsmálaráðs þann 10. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Teknar fyrir tillögur af uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð og NPA samninga í Dalvíkurbyggð miðað við nýjar leiðbeinandi reglur og breytingar á þeim reglugerðum sem fyrir voru. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum reglur um fjárhagsaðstoð og NPA samninga. Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um fjárhagsaðstoð.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagamálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um NPA samninga.

Félagsmálaráð - 274. fundur - 14.11.2023

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram drög að endurnýjuðum reglum um lengda viðveru og Sérstakan húsnæðisstuðning.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum drög að reglum um lengda viðveru og sérstakan húsnæðisstuðning.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

a) Reglur um lengda viðveru.
b) Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Á 274. fundi félagsmálaráðs þann 14. nóvember 2023 var eftirfarndi bókað:
"Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram drög að endurnýjuðum reglum um lengda viðveru og Sérstakan húsnæðisstuðning. Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum drög að reglum um lengda viðveru og sérstakan húsnæðisstuðning."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum a) fyrirliggjandi tillögu að reglum um lengda viðveru og b) fyrirliggjandi tillögu að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.