Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 202304112

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.
Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins við Dalvík.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9. fundur - 11.05.2023

Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024.
Umhverfis-og dreifbýlisráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og endurbyggingu gömlu bryggjunnar á Hauganesi.
Ráðið leggur til að endurbygging gömlu bryggjunar á Hauganesi verði sett í forgang þegar unnar verða umsóknir fyrir 2024.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs var eftirfarandi bókað: "Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og endurbyggingu gömlu bryggjunnar á Hauganesi. Ráðið leggur til að endurbygging gömlu bryggjunar á Hauganesi verði sett í forgang þegar unnar verða umsóknir fyrir 2024. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Til umræðu umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2024. Skipulagsráð felur framkvæmdarsviði að undirbúa umsókn í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða 2024 fyrir hugmyndasamkeppni að útsýnisstað í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins við Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir
Gunnar Kristinn Guðmundsson
Freyr Antonsson
Felix Rafn Felixson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Helgi Einarsson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð.