Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 1. fundur - 14.09.2022

Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningu á Dalvíkurlínu 2.
Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 1. fundi skipulagsráðs þann 14. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningar á Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að vinnslutillögu og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að breytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.