Dalvíkurlína 2 - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202209054

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 1. fundur - 14.09.2022

Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningu á Dalvíkurlínu 2.
Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 1. fundi skipulagsráðs þann 14. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningar á Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að vinnslutillögu og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2. Í tillögunni er einnig fjallað um legu göngu- og hjólastígs sem löguð er að strengleiðinni. Kynningu tillögunnar lauk þann 19. október sl. Engar athugsemdir bárust. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og að breytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem Dalvíkurlína 2, jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á aðalskipulagsuppdrátt var auglýst 9. febrúar 2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 3. apríl 2023. Ein athugasemd barst.
Athugasemd ódagsett frá Baldvin Haraldssyni og Elínu Lárusdóttur:
"Landeigendur á Stóru-Hámundarstöðum mótmæla breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 sem gerir ráð fyrir að raflína, reiðleið, göngu- og hjólastígur verði sett austan þjóðvegar númer 82 í landi jarðarinnar."
Enginn rökstuðningur fylgir athugasemdinni. Við mótun aðalvalkosts Landsnets um lagningu Dalvíkurlínu 2 var stuðst við umsagnir og samráð við landeigendur og aðra umsagnaraðila með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif. Samráð um aðalskipulagsbreytinguna var haft með framlagningu skipulagslýsingar í desember 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir komu á því stigi frá landeigendum í Dalvíkurbyggð.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um land sem þegar hefur verið raskað með mannvirkjagerð þar sem strengurinn fylgir vegstæði þjóðvegar og verður innan veghelgunarsvæðis. Fyrirhuguð línuleið og göngu- og hjólastígur munu verða í grennd við friðlýstar fornminjar í landi Stóru-Hámundarstaða. Framkvæmdin verður unnin í samráði við minjavörð og þess gætt að fornminjum verði ekki raskað. Framkvæmdin mun skerða skógarreit í landi Stóru- Hámundarstaða, sem er að hluta nálægt þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis.
Ekki verður séð að fyrirhuguð framkvæmd skerði landareign Stóru-Hámundarstaða eða nýtingarmöguleika jarðarinnar umfram það sem nú þegar hefur verið gert með lagningu þjóðvegar og skilgreiningu veghelgunarsvæðis hans. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á tillögunni. Á aðalskipulagsuppdrætti er jarðstrengur og göngu- og hjólastígur sýndur samhliða þjóðvegi á táknrænan hátt og er staðsetning s.s. hvorum megin vegar hann liggur ákvörðuð við endanlega hönnun. Því ekki þörf á að breyta legu hans á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsráð bendir á að með tilliti til umferðaröryggis ætti vegafarendur ekki að þurfa að þvera veginn oftar en nauðsyn krefur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: "Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem Dalvíkurlína 2, jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á aðalskipulagsuppdrátt var auglýst 9. febrúar 2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 3. apríl 2023. Ein athugasemd barst. Athugasemd ódagsett frá Baldvin Haraldssyni og Elínu Lárusdóttur: "Landeigendur á Stóru-Hámundarstöðum mótmæla breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 sem gerir ráð fyrir að raflína, reiðleið, göngu- og hjólastígur verði sett austan þjóðvegar númer 82 í landi jarðarinnar." Enginn rökstuðningur fylgir athugasemdinni. Við mótun aðalvalkosts Landsnets um lagningu Dalvíkurlínu 2 var stuðst við umsagnir og samráð við landeigendur og aðra umsagnaraðila með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif. Samráð um aðalskipulagsbreytinguna var haft með framlagningu skipulagslýsingar í desember 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir komu á því stigi frá landeigendum í Dalvíkurbyggð. Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um land sem þegar hefur verið raskað með mannvirkjagerð þar sem strengurinn fylgir vegstæði þjóðvegar og verður innan veghelgunarsvæðis. Fyrirhuguð línuleið og göngu- og hjólastígur munu verða í grennd við friðlýstar fornminjar í landi Stóru-Hámundarstaða. Framkvæmdin verður unnin í samráði við minjavörð og þess gætt að fornminjum verði ekki raskað. Framkvæmdin mun skerða skógarreit í landi Stóru- Hámundarstaða, sem er að hluta nálægt þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis. Niðurstaða: Ekki verður séð að fyrirhuguð framkvæmd skerði landareign Stóru-Hámundarstaða eða nýtingarmöguleika jarðarinnar umfram það sem nú þegar hefur verið gert með lagningu þjóðvegar og skilgreiningu veghelgunarsvæðis hans. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á tillögunni. Á aðalskipulagsuppdrætti er jarðstrengur og göngu- og hjólastígur sýndur samhliða þjóðvegi á táknrænan hátt og er staðsetning s.s. hvorum megin vegar hann liggur ákvörðuð við endanlega hönnun. Því ekki þörf á að breyta legu hans á aðalskipulagsuppdrætti. Skipulagsráð bendir á að með tilliti til umferðaröryggis ætti vegafarendur ekki að þurfa að þvera veginn oftar en nauðsyn krefur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkvæmt 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.