Umsókn um lóð, Hringtún 36

Málsnúmer 202303006

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 36 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 36 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs með þeirri breytingu að um sé að ræða umsókn um lóð við Hringtún 36 en ekki 28 og samþykkir jafnframt samhljóða úthlutun á lóðinni við Hringtún 36.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 36 ásamt umsögn skipulagshönnuðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Til kynningar tillöguteikningar fyrir Hringtún 36 ásamt umsögn skipulagshönnuðar. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og vísar umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.