Umsókn um lóð, Karlsbraut 3

Málsnúmer 202303005

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Með umsókn, dagsettri 1. mars 2023, óskar Gunnþór Jónsson eftir lóð við Karlsbraut 3 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Karlsbraut 3 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 1. mars 2023, óskar Gunnþór Jónsson eftir lóð við Karlsbraut 3 á Dalvík.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Karlsbraut 3 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og útlutun á lóðinni að Karlsbraut 3.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Karlsbraut 3, Dalvík - einbýlishús 2023

BG hús ehf., kt. 430523-1120, hefur sótt um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 136,0 fm einbýlishúss á lóðinni Karlsbraut 3 á Dalvík. Erindinu fylgja uppdrættir frá Sigríði Ólafsdóttur arkitekt dags. 16. maí 2023.
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum eftirfarandi afgreiðslu. Deiliskipulag er ekki fyrir hendi á lóðinni en sveitarstjórn telur að byggingaráformin samræmist aðalskipulagi. Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Bárugötu 1, Karlsbraut 1,2 og 5, Karlsrauðatorg 10. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd við byggingaráformin. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.