Fjárhagsáætlun 2022; Frá Berglindi Björk Stefánsdóttur; Girðing HafnsstaðakotYtra-Holt-endurnýjun

Málsnúmer 202106116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, dagsett þann 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir að farið verði í endurnýjun á girðingunni Hrafnsstaðakoti/Ytra-Holt á næsta ári.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í landbúnaðarráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Landbúnaðarráð - 141. fundur - 23.09.2021

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, dagsett 21. júní 2021, þar sem hún óskar eftir að endurnýjun á landamerkjagirðingu Ytra-Holts og Hrafnsstaðakots verði sett á fjárhagsáætlun ársins 2022.
Forgangsröðun á viðhaldi girðinga verður ekki ljós fyrr en á næsta ári og því getur ráðið ekki tekið afstöðu til erindisins að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 9. fundur - 11.05.2023

Tekið fyrir erindi frá eigendum Hrafstaðakots frá 2021 þar sem óskað er eftir aðkomu sveitafélagsins við endurnýjun landamerkjagirðingar.
Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd sumarið 2023.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 9.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 11.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá eigendum Hrafnstaðakots frá 2021 þar sem óskað er eftir aðkomu sveitafélagsins við endurnýjun landamerkjagirðingar. Niðurstaða: Umhverfis-og dreifbýlisráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd sumarið 2023. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og samþykkir að fara í þessa framkvæmd.