Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Kaup á hugbúnaði vegna gæðamála í Grunnskólum.

Málsnúmer 202305012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1067. fundur - 04.05.2023

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta styrk að upphæð kr. -800.000 úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 til að styrkja lærdómssamfélagið og teymiskennslu í grunnskólum. Kostnaður við verkefnið og fyrri hluti af greiddum styrk féll til árið 2022.

Lagt er til að styrkurinn verði nýttur til að kaupa hugbúnað til að halda utan um gögn er varðar innra mat á skólastarfi Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hugbúnaðinn og tilboð frá Bravo Lesson.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta styrk að upphæð kr. -800.000 úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021-2022 til að styrkja lærdómssamfélagið og teymiskennslu í grunnskólum. Kostnaður við verkefnið og fyrri hluti af greiddum styrk féll til árið 2022.

Lagt er til að styrkurinn verði nýttur til að kaupa hugbúnað til að halda utan um gögn er varðar innra mat á skólastarfi Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Meðfylgjandi eru upplýsingar um hugbúnaðinn og tilboð frá Bravo Lesson. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar að ofangreindar tekjur 2023 verði nýttar til að kaupa og innleiða hugbúnað vegna innra mats í grunnskólum sveitarfélagsins.

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti hugbúnað til að halda utan um gæðamál í Grunnskólum.
Lagt fram til kynningar og lítur vel út.